Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2025 10:08 Kveikt hefur verið í Teslum í Bandaríkjunum að undanförnu og ítrekað er búið að teikna hakakross á bíla. AP/Lindsey Wasson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, segja að skemmdarverk á Teslum séu hryðjuverk. Þeim sem fremji slík brot verði refsað harðlega. Þetta sögðu þau í kjölfar fjölda skemmdarverka á Teslum í Bandaríkjunum og íkveikja á bílasölum. Elon Musk, auðugasti maður heims og bandamaður Trumps er stærsti hluthafinn í Teslu. Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en í gær var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Engan hefur sakað svo vitað sé en í einu tilfelli hefur maður verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Skotið hefur verið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í viðtali á Fox News í gær að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Hann hefur einnig heitið því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Stutt er síðan Trump og Musk héldu sölukynningu á Teslum á lóð Hvíta hússins. Musk sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og vill meina að verið sé að reyna að myrða hann vegna starfa hans fyrir Trumps og pólitískra aðgerða. Hann var einnig í viðtali á Fox í gær, þar sem hann velti vöngum yfir því hver væri að fjármagna þessar aðgerðir gegn sér. 'THIS IS CRAZY': @elonmusk slams "hatred and violence" from the Left during his exclusive interview with @seanhannity, saying, "I always thought that Democrats were supposed to be the party of empathy and caring, and yet they are burning down cars, firebombing dealerships." pic.twitter.com/ivQtJWNPuj— Fox News (@FoxNews) March 19, 2025 Bondi mætti þar að auki einnig í viðtal á Fox í gær og sagðist ætla að komast til botns í því hver stæði bakvið skemmdarverkin. Hún ítrekaði það svo í yfirlýsingu. „Þessar fjölmörgu ofbeldisfullu árásir á eigur Tesla eru ekkert annað en hryðjuverk,“ skrifaði Bondi í yfirlýsingu sem birt var á vef dómsmálaráðuneytisins. Hún sagði nokkra meinta brotamenn hafa verið ákærða vegna skemmdarverkanna og í einhverjum tilfellum stæðu viðkomandi frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.EPA/WILL OLIVER „Við munum halda rannsóknum áfram og refsa harðlega þeim sem koma að þessum árásum, þar á meðal þeim sem vinna í skuggunum við að skipuleggja og fjármagna þessa glæpi.“ Bondi var á árum áður dómsmálaráðherra Flórída en undanfarin ár var hún hluti af persónulegu lögfræðingateymi Trumps. New York Times segir hana hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi það að lýsa því yfir að skemmdarverkin væru hryðjuverk. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Elon Musk, auðugasti maður heims og bandamaður Trumps er stærsti hluthafinn í Teslu. Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en í gær var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Engan hefur sakað svo vitað sé en í einu tilfelli hefur maður verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Skotið hefur verið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í viðtali á Fox News í gær að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Hann hefur einnig heitið því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Stutt er síðan Trump og Musk héldu sölukynningu á Teslum á lóð Hvíta hússins. Musk sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og vill meina að verið sé að reyna að myrða hann vegna starfa hans fyrir Trumps og pólitískra aðgerða. Hann var einnig í viðtali á Fox í gær, þar sem hann velti vöngum yfir því hver væri að fjármagna þessar aðgerðir gegn sér. 'THIS IS CRAZY': @elonmusk slams "hatred and violence" from the Left during his exclusive interview with @seanhannity, saying, "I always thought that Democrats were supposed to be the party of empathy and caring, and yet they are burning down cars, firebombing dealerships." pic.twitter.com/ivQtJWNPuj— Fox News (@FoxNews) March 19, 2025 Bondi mætti þar að auki einnig í viðtal á Fox í gær og sagðist ætla að komast til botns í því hver stæði bakvið skemmdarverkin. Hún ítrekaði það svo í yfirlýsingu. „Þessar fjölmörgu ofbeldisfullu árásir á eigur Tesla eru ekkert annað en hryðjuverk,“ skrifaði Bondi í yfirlýsingu sem birt var á vef dómsmálaráðuneytisins. Hún sagði nokkra meinta brotamenn hafa verið ákærða vegna skemmdarverkanna og í einhverjum tilfellum stæðu viðkomandi frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.EPA/WILL OLIVER „Við munum halda rannsóknum áfram og refsa harðlega þeim sem koma að þessum árásum, þar á meðal þeim sem vinna í skuggunum við að skipuleggja og fjármagna þessa glæpi.“ Bondi var á árum áður dómsmálaráðherra Flórída en undanfarin ár var hún hluti af persónulegu lögfræðingateymi Trumps. New York Times segir hana hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi það að lýsa því yfir að skemmdarverkin væru hryðjuverk.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira