„Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2025 21:42 Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Air Atlanta, við hreyfil Boeing 747 á Flugsafni Íslands á Akureyri. Egill Aðalsteinsson Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina. Kaup Loftleiða og Flugfélags Íslands á stórum millilandaflugvélum skömmu eftir stríð urðu til þess að þau hófu útrás á erlenda markaði með leiguflugi víða um heim. Loftleiðir flugu mikið frá Evrópu til Suður-Ameríku. „Með innflytjendur til Suður-Ameríku, sérstaklega frá Ítalíu. Komu heim með banana, sem sáust ekki á borðum hér daglega,“ segir Pétur P. Johnson, sem þekkir flugsögu Íslendinga betur en flestir aðrir. Pétur P. Johnson er sérfræðingur um íslensku flugsöguna.Egill Aðalsteinsson Pétur segir þetta hafa verið á árunum 1947 til 1949. Þá hafi Íslendingar verið komnir út á alþjóðlegan flugmarkað. Stofnun Cargolux í Lúxemborg var ein stærsta útrásin. Air Viking, sem Guðni Þórðarson í Ferðaskrifstofunni Sunnu stofnaði, varð fyrsta íslenska flugfélagið til að hefja pílagrímaflug árið 1975. Arnarflug tók svo við af Air Viking og varð umfangsmikið í leiguflugi, sömuleiðis Íslandsflug, sem sameinaðist svo Air Atlanta. Á flugvellinum í Liege í Belgíu sjáum við Atlanta-júmbóþotur í röðum. Þar hittum við íslenska flugvirkja að sinna hreyfli Boeing 747. Þegar við spyrjum hvort þeir ferðist víða um heim vegna starfsins svarar Magni Róbertsson: „Á morgun fer ég til Afríku. Ég er að fara til Nairobi í gegnum Lagos, Bangui, Entebbe. Þannig að það er langt flug á morgun.“ Magni Róbertsson og Jón Pétur Gíslason flugvirkjar hjá Air Atlanta, sinna hreyfli Boeing 747-þotu á flugvellinum í Liege í Belgíu.Egill Aðalsteinsson -Manni finnst dálítið magnað hvað íslensk lítil þjóð er í mikilli flugvélaútgerð. Þegar þið eruð að flækjast um heiminn, finnið þið dálítið til ykkar að vera Íslendingar? „Ja, maður hittir alltaf Íslendinga einhversstaðar í heiminum. Það er alveg ótrúlegt. Þeir eru allsstaðar í flugi,“ svarar Magni, flugvirki hjá Air Atlanta. Það má vel halda því fram að viðskiptasaga Íslendinga og Air Atlanta við Saudia-flugfélagið eigi sér hálfrar aldar rætur því hægri hönd Guðna í Sunnu í Air Viking hét nefnilega Arngrímur Jóhannsson, sá sem síðar stofnaði Air Atlanta. „Það var nú verið að gera grín að mér einhverntímann þegar ég var spurður að því hvort ég væri eitthvað menntaður í viðskiptum. Ég sagði nei. Fréttamaðurinn spurði: Er þetta þá bara brjóstvitið? Ég hélt það, - það væri bara brjóstvitið. En ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri heldur en útgjöldin. Og það var hlegið mikið að þessu. En ég held að þetta standist ennþá,“ segir Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Air Atlanta. Fjallað er um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í þessum sjöunda þætti Flugþjóðarinnar, sem um leið er fyrsti þáttur í seríu númer tvö. Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 25. mars verður fjallað um sögu Boeing 757-þotunnar í rekstri Icelandair. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Lúxemborg Tengdar fréttir Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. 10. október 2024 10:50 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kaup Loftleiða og Flugfélags Íslands á stórum millilandaflugvélum skömmu eftir stríð urðu til þess að þau hófu útrás á erlenda markaði með leiguflugi víða um heim. Loftleiðir flugu mikið frá Evrópu til Suður-Ameríku. „Með innflytjendur til Suður-Ameríku, sérstaklega frá Ítalíu. Komu heim með banana, sem sáust ekki á borðum hér daglega,“ segir Pétur P. Johnson, sem þekkir flugsögu Íslendinga betur en flestir aðrir. Pétur P. Johnson er sérfræðingur um íslensku flugsöguna.Egill Aðalsteinsson Pétur segir þetta hafa verið á árunum 1947 til 1949. Þá hafi Íslendingar verið komnir út á alþjóðlegan flugmarkað. Stofnun Cargolux í Lúxemborg var ein stærsta útrásin. Air Viking, sem Guðni Þórðarson í Ferðaskrifstofunni Sunnu stofnaði, varð fyrsta íslenska flugfélagið til að hefja pílagrímaflug árið 1975. Arnarflug tók svo við af Air Viking og varð umfangsmikið í leiguflugi, sömuleiðis Íslandsflug, sem sameinaðist svo Air Atlanta. Á flugvellinum í Liege í Belgíu sjáum við Atlanta-júmbóþotur í röðum. Þar hittum við íslenska flugvirkja að sinna hreyfli Boeing 747. Þegar við spyrjum hvort þeir ferðist víða um heim vegna starfsins svarar Magni Róbertsson: „Á morgun fer ég til Afríku. Ég er að fara til Nairobi í gegnum Lagos, Bangui, Entebbe. Þannig að það er langt flug á morgun.“ Magni Róbertsson og Jón Pétur Gíslason flugvirkjar hjá Air Atlanta, sinna hreyfli Boeing 747-þotu á flugvellinum í Liege í Belgíu.Egill Aðalsteinsson -Manni finnst dálítið magnað hvað íslensk lítil þjóð er í mikilli flugvélaútgerð. Þegar þið eruð að flækjast um heiminn, finnið þið dálítið til ykkar að vera Íslendingar? „Ja, maður hittir alltaf Íslendinga einhversstaðar í heiminum. Það er alveg ótrúlegt. Þeir eru allsstaðar í flugi,“ svarar Magni, flugvirki hjá Air Atlanta. Það má vel halda því fram að viðskiptasaga Íslendinga og Air Atlanta við Saudia-flugfélagið eigi sér hálfrar aldar rætur því hægri hönd Guðna í Sunnu í Air Viking hét nefnilega Arngrímur Jóhannsson, sá sem síðar stofnaði Air Atlanta. „Það var nú verið að gera grín að mér einhverntímann þegar ég var spurður að því hvort ég væri eitthvað menntaður í viðskiptum. Ég sagði nei. Fréttamaðurinn spurði: Er þetta þá bara brjóstvitið? Ég hélt það, - það væri bara brjóstvitið. En ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri heldur en útgjöldin. Og það var hlegið mikið að þessu. En ég held að þetta standist ennþá,“ segir Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Air Atlanta. Fjallað er um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í þessum sjöunda þætti Flugþjóðarinnar, sem um leið er fyrsti þáttur í seríu númer tvö. Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 25. mars verður fjallað um sögu Boeing 757-þotunnar í rekstri Icelandair. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Lúxemborg Tengdar fréttir Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. 10. október 2024 10:50 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. 10. október 2024 10:50
Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent