Liðin mættust í Madríd í kvöld og var búist við hörkuleik. Arsenal hefur verið á góðu skriði heima fyrir og Real er langtum næstbesta lið Spánar á eftir margföldum Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona.
Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn en á endanum voru það heimakonur sem nýttu færin og fóru með 2-0 sigur af hólmi.
🇨🇴 Linda Caicedo ⚽️#UWCL pic.twitter.com/Se0Ma243Km
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) March 18, 2025
Caicedo kom Real yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir undirbúning Signe Bruun. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs lektíma bætti Castillo við öðru markinu eftir stoðsendingu Caroline Weir.
⏰ Advantage Real Madrid 🇪🇸 #UWCL pic.twitter.com/qrOZKYoftN
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) March 18, 2025
Real Madríd fór með sigur af hólmi og er í virkilega góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Lundúnum í næstu viku.