Má bera eiganda Gríska hússins út Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 11:30 Frá aðgerðum lögreglu í Gríska húsinu síðasta sumar. Vísir/Sigurjón Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms. Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira
Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms.
Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira