Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 22:44 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra vill koma skikk á leigubílamarkaðinn. Vísir/Sigurjón Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segist gera ráð fyrir að frumvarpið njóti stuðnings mikils meirihluta þingsins en auk stöðvarskyldunnar mun það innleiða rafræna skrá þar sem upplýsingar um allar ferðir verða skráðar. Upphaf, endastöð, akstursleið og greiðslur verða skráðar en Eyjólfur segir mýmörg dæmi um alvarleg afbrot vegna skorts á eftirliti. „Þetta er búið að vera hálfgert villt vestur núna. Þú gast verið einn á stöð, gast verið með stöðina í öskubakkanum hjá þér og verið bara einn að harka. En núna verður aukin ábyrgð á stöðvunum,“ segir Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Svindlað á prófum Hann segir gögnin verða varðveitt í minnst sextíu daga og að svo verði gerð árleg úttekt á gagnakerfunum. Þetta eigi að tryggja bætta starfshætti og aukið eftirlit með atvinnugreininni. Þá verði aðrir þættir teknir út þegar líður á kjörtímabilið og nefnir Eyjólfur leyfisveitingar sérstaklega í því samhengi. Próf sem lögð eru fram til leyfisveitinga hafa verið á íslensku hingað til en Eyjólfur segir að algengt hafi verið að svindlað væri á prófunum og því þurfi að taka á. „Það voru einstaklingar að taka próf sem voru hálfgert svindl jafnvel. Það er krafa bæði í Danmörku og Noregi að þá eru prófin tekin á dönsku og norsku, skýr krafa. Við þurfum að hafa það alveg skýrt í íslensku lögunum,“ segir hann. Afnám gjaldmælaskyldunnar valdi ósanngjarnri verðlagningu Eyjólfur segir að skortur á eftirliti hafi stofnað farþegum í hættu og að afnám gjaldmælaskyldu hafi skapað rými fyrir ósanngjarna verðlagningu og þá sérstaklega gagnvart ferðamönnum. Hann segir að það sem hann varaði við þegar ný lög um leigubílaakstur voru samþykkt árið 2022 hafi raungerst. „Við Inga Sæland tókum þátt í umræðum um þetta í þinginu, ég man svo vel þetta var að kvöldi til og bílstjórarnir voru að flauta eins og enginn væri morgundagurinn langt fram á kvöld og það er akkúrat að rætast allt sem við sögðum,“ segir hann. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segist gera ráð fyrir að frumvarpið njóti stuðnings mikils meirihluta þingsins en auk stöðvarskyldunnar mun það innleiða rafræna skrá þar sem upplýsingar um allar ferðir verða skráðar. Upphaf, endastöð, akstursleið og greiðslur verða skráðar en Eyjólfur segir mýmörg dæmi um alvarleg afbrot vegna skorts á eftirliti. „Þetta er búið að vera hálfgert villt vestur núna. Þú gast verið einn á stöð, gast verið með stöðina í öskubakkanum hjá þér og verið bara einn að harka. En núna verður aukin ábyrgð á stöðvunum,“ segir Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Svindlað á prófum Hann segir gögnin verða varðveitt í minnst sextíu daga og að svo verði gerð árleg úttekt á gagnakerfunum. Þetta eigi að tryggja bætta starfshætti og aukið eftirlit með atvinnugreininni. Þá verði aðrir þættir teknir út þegar líður á kjörtímabilið og nefnir Eyjólfur leyfisveitingar sérstaklega í því samhengi. Próf sem lögð eru fram til leyfisveitinga hafa verið á íslensku hingað til en Eyjólfur segir að algengt hafi verið að svindlað væri á prófunum og því þurfi að taka á. „Það voru einstaklingar að taka próf sem voru hálfgert svindl jafnvel. Það er krafa bæði í Danmörku og Noregi að þá eru prófin tekin á dönsku og norsku, skýr krafa. Við þurfum að hafa það alveg skýrt í íslensku lögunum,“ segir hann. Afnám gjaldmælaskyldunnar valdi ósanngjarnri verðlagningu Eyjólfur segir að skortur á eftirliti hafi stofnað farþegum í hættu og að afnám gjaldmælaskyldu hafi skapað rými fyrir ósanngjarna verðlagningu og þá sérstaklega gagnvart ferðamönnum. Hann segir að það sem hann varaði við þegar ný lög um leigubílaakstur voru samþykkt árið 2022 hafi raungerst. „Við Inga Sæland tókum þátt í umræðum um þetta í þinginu, ég man svo vel þetta var að kvöldi til og bílstjórarnir voru að flauta eins og enginn væri morgundagurinn langt fram á kvöld og það er akkúrat að rætast allt sem við sögðum,“ segir hann.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira