Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 19:15 Fyrirliðinn verður ekki með í komandi landsleikjum. JUAN MABROMATA / AFP Argentína mætir Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM karla í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Argentínumenn þurfa að knýja fram sigur án fyrirliða síns Lionel Messi. Messi er orðinn 37 ára gamall og þarf að stýra álaginu á leikmanninum sem gæti verið besti fótboltamaður allra tíma. Hann hefur verið notaður sparlega af Inter Miami eftir áramót en þjálfari Inter, Javier Mascherano – sem er einnig fyrrverandi samherji Messi hjá Barcelona og í landsliðinu, hefur ekki viljað segja opinberlega að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum sem og Argentínu telja að Messi hafi meiðst í sigri Inter á Atlanta United um helgina. Hann spilaði hins vegar allan leikinn og virtist ekki hlaupa minna en vanalega svo erfitt er að átta sig á hvort eða hvenær hann hafi meiðst í leiknum. Þrátt fyrir að vera kominn á aldur hefur Messi haldið sæti sínu í liði Argentínu sem þarf nú að finna leið til að leggja bæði Úrúgvæ og Brasilíu að velli án fyrirliða síns. Undankeppni knattspyrnusambands Suður-Ameríku, CONMEBOL, er þannig að allar tíu þjóðirnar leika saman í hálfgerðri deildarkeppni. Efstu sex komast á HM á meðan þjóðin í 7. sæti fer í umspil. Þegar 12 umferðum af 18 er lokið er Argentína á toppi „deildarinnar“ með 25 stig. Þar á eftir kemur Úrúgvæ með 20 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig. Brasilía er svo í 5. sæti með 18 stig. Fari Argentína með sigur af hólmi í Montevideo á föstudaginn kemur hefur toppliðið tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Messi er orðinn 37 ára gamall og þarf að stýra álaginu á leikmanninum sem gæti verið besti fótboltamaður allra tíma. Hann hefur verið notaður sparlega af Inter Miami eftir áramót en þjálfari Inter, Javier Mascherano – sem er einnig fyrrverandi samherji Messi hjá Barcelona og í landsliðinu, hefur ekki viljað segja opinberlega að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum sem og Argentínu telja að Messi hafi meiðst í sigri Inter á Atlanta United um helgina. Hann spilaði hins vegar allan leikinn og virtist ekki hlaupa minna en vanalega svo erfitt er að átta sig á hvort eða hvenær hann hafi meiðst í leiknum. Þrátt fyrir að vera kominn á aldur hefur Messi haldið sæti sínu í liði Argentínu sem þarf nú að finna leið til að leggja bæði Úrúgvæ og Brasilíu að velli án fyrirliða síns. Undankeppni knattspyrnusambands Suður-Ameríku, CONMEBOL, er þannig að allar tíu þjóðirnar leika saman í hálfgerðri deildarkeppni. Efstu sex komast á HM á meðan þjóðin í 7. sæti fer í umspil. Þegar 12 umferðum af 18 er lokið er Argentína á toppi „deildarinnar“ með 25 stig. Þar á eftir kemur Úrúgvæ með 20 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig. Brasilía er svo í 5. sæti með 18 stig. Fari Argentína með sigur af hólmi í Montevideo á föstudaginn kemur hefur toppliðið tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira