Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 09:02 Mennirnir eru nú í haldi í fangelsi fyrir hryðjuverkamenn í El Salvador. AP/Forsetaskrifstofa El Salvador Áhyggjur manna af árekstrum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og dómstóla virðast vera að raungerast en Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í yfirlýsingu í gær að dómstólar hefðu ekki vald til að skipta sér af aðgerðum forsetans í utanríkismálum. Þá sagði hún Trump í fullum rétti að reka „erlenda óvini“ úr landi. Tilefni ummælanna er umfjöllun um brottflutning hundruða ólöglegra innflytjenda til El Salvador, sem dómari hafði dæmt ólögmætan. Fyrirskipaði hann að snúa ætti fólkinu við, ef það væri farið úr landi. „Einn dómari í einni borg getur ekki stjórnað ferðum flugmóðurskips með erlenda hryðjuverkamenn innanborðs sem hefur verið vísað frá Bandaríkjunum,“ sagði Leavitt. Ekki er vitað hvers vegna hún talar um flugmóðurskip þar sem allt bendir til þess að mönnunum hafi verið flogið úr landi. Trump gaf út forsetatilskipun á föstudag um handtöku og brottvísun meintra meðlima Tren de Aragua gengisins og réttlæti aðgerðina með því að vísa til laga frá 1798, sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Today, the first 238 members of the Venezuelan criminal organization, Tren de Aragua, arrived in our country. They were immediately transferred to CECOT, the Terrorism Confinement Center, for a period of one year (renewable).The United States will pay a very low fee for them,… pic.twitter.com/tfsi8cgpD6— Nayib Bukele (@nayibbukele) March 16, 2025 Lögunum hefur verið beitt þrisvar sinnum, árið 1812 og í báðum heimstyrjöldunum, þá helst gegn Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. Dómarinn James E. Boasberg í Washington sagði alríkislög hins vegar ekki heimila aðgerðir forsetans. Ekki hefur fengist staðfest hvenær vélarnar lentu í El Salvador og því ómögulegt að slá því föstu hvort stjórnvöld brutu gegn fyrirmælum dómarans um að snúa þeim við. Leavitt staðfesti hins vegar að fólkið hefði verið komið út úr Bandaríkjunum þegar dómarinn gaf fyrirmælin. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, hefur birt myndskeið þar sem menn eru leiddir úr flugvél og í fangelsi. Þá sést þegar höfuð þeirra eru rökuð. Stjórnvöld í El Salvador hafa samþykkt að taka á móti og hýsa gengjameðlimi sem Bandaríkjamenn vilja losna við, gegn greiðslu. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin El Salvador Venesúela Donald Trump Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þá sagði hún Trump í fullum rétti að reka „erlenda óvini“ úr landi. Tilefni ummælanna er umfjöllun um brottflutning hundruða ólöglegra innflytjenda til El Salvador, sem dómari hafði dæmt ólögmætan. Fyrirskipaði hann að snúa ætti fólkinu við, ef það væri farið úr landi. „Einn dómari í einni borg getur ekki stjórnað ferðum flugmóðurskips með erlenda hryðjuverkamenn innanborðs sem hefur verið vísað frá Bandaríkjunum,“ sagði Leavitt. Ekki er vitað hvers vegna hún talar um flugmóðurskip þar sem allt bendir til þess að mönnunum hafi verið flogið úr landi. Trump gaf út forsetatilskipun á föstudag um handtöku og brottvísun meintra meðlima Tren de Aragua gengisins og réttlæti aðgerðina með því að vísa til laga frá 1798, sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Today, the first 238 members of the Venezuelan criminal organization, Tren de Aragua, arrived in our country. They were immediately transferred to CECOT, the Terrorism Confinement Center, for a period of one year (renewable).The United States will pay a very low fee for them,… pic.twitter.com/tfsi8cgpD6— Nayib Bukele (@nayibbukele) March 16, 2025 Lögunum hefur verið beitt þrisvar sinnum, árið 1812 og í báðum heimstyrjöldunum, þá helst gegn Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. Dómarinn James E. Boasberg í Washington sagði alríkislög hins vegar ekki heimila aðgerðir forsetans. Ekki hefur fengist staðfest hvenær vélarnar lentu í El Salvador og því ómögulegt að slá því föstu hvort stjórnvöld brutu gegn fyrirmælum dómarans um að snúa þeim við. Leavitt staðfesti hins vegar að fólkið hefði verið komið út úr Bandaríkjunum þegar dómarinn gaf fyrirmælin. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, hefur birt myndskeið þar sem menn eru leiddir úr flugvél og í fangelsi. Þá sést þegar höfuð þeirra eru rökuð. Stjórnvöld í El Salvador hafa samþykkt að taka á móti og hýsa gengjameðlimi sem Bandaríkjamenn vilja losna við, gegn greiðslu. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin El Salvador Venesúela Donald Trump Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira