Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 13:52 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir til standa að undirrita samning við sveitarfélög um verkaskiptingu í málum barna í vanda. Vísir Fjármálaráðherra segist gera ráð fyrir því að undirrita samning við sveitarfélög um yfirtöku ríkisins á málaflokki barna með fjölþætta og alvarlega vanda. Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann. Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann.
Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira