„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 22:33 Páll segir manninn afar heppinn að vera á lífi. Það sem hafi bjargað honum sé að hafa komist í vatn. Samsett Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við
Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira