„Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 11:31 Snorri Steinn Guðjónsson getur komið Íslandi inn á EM í Laugardalshöllinni í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson getur komið íslenska karlalandsliðinu í handbolta inn á Evrópumótið á næsta ári með sigri á Grikkjum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í dag. Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira
Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira