Frikki opnaði sig um þetta þegar hann hitaði upp fyrir Hlustendaverðlaunin 2025 með þeim Guðjóni Smára og Jónu Margréti í Traffíkinni á FM957. Horfa má á spjallið neðst í fréttinni en þar kennir ýmissa grasa. Friðrik er tilnefndur í tveimur flokkum á verðlaunahátíðinni í þetta skiptið en hátíðin fer fram á Nasa þann 20. mars næstkomandi.
Í innslaginu smakkaði Frikki meðal annars Dubai súkkulaði með útvarpsfólkinu. Þá barst talið að Nasa og Frikki spurður hvort hann ætti ekki óþægilega minningu þaðan.
„Ég tók, á einmitt Hlustendaverðlaununum, fyrstu mínum, einhvern tímann, þá flutti ég „Fyrir hana.“ Það var ömurlegur flutningur, sem var á Youtube, sem ég bað um að yrði fjarlægður hann var það dapur. Þannig það var óþægilegt.“