Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 17:01 Donni, eða Kristján Örn Kristjánsson, á æfingu landsliðsins í Safamýri í dag. Vísir „Það er langt síðan ég hef verið hérna þannig að það er gott að vera kominn aftur,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sem er mættur aftur í íslenska handboltalandsliðið og skoraði sex mörk gegn Grikkjum í öruggum sigri á miðvikudaginn. Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira