Lax slapp úr sjókví fyrir austan Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 14:34 Eldislaxinn sem Jóhannes veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði. Hann telur þetta sanna að lax hafi sloppið úr sjókví í Reyðarfirði, þrátt fyrir yfirlýsingar forvígismanna fyrirtækisins um annað. Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum hefur ásamt Snæbirni Pálssyni rannsakað uppruna sjókvíalaxa. Þeir hafa lagt mat á hvernig tilkynningar um tjón á sjókvíum sem leiða til göngu eldislaxa í íslenskar ár berist frá sjókvíaeldisfyrirtækjum til Matvælastofnunar, MAST. „Það var fróðlegt að fá á hreint í rannsókninni það hvað varðaði lögheimili sjókvíaeldislax sem ég veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði, sem yfirgaf uppeldisstöðvar sínar hjá Laxar fiskeldi. Þetta er þrátt fyrir að allt ætti að vera í sómanum með þær kvíar samkvæmt eftirliti eldisaðilans,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir að það líti út fyrir að forvígismenn fyrirtækisins hafi farið með rangt mál: Lax hafi sannanlega sloppið úr sjókví.vísir/ívar „Sú hrygningarganga sjókvíalaxins í Fjarðará í Seyðisfirði, sem mögulega var sýktur af blóðþorra sem einmitt kom fyrst upp á sama ári í þessari kvíastæðu sem hann var runninn frá við Gripaldi í Reyðarfirði, vitnar líka til þess að ef slíkur átroðningur sjókvíaeldislaxa er þá þegar til vandræða í Fjarðará, hversu slæmt ástandið yrði í ánni ef sjókvíaeldi væri þröngvað upp á Seyðfirðinga eins og hætta er á,“ segir Jóhannes. Sjókvíaeldislax veiddur í Fjarðará Jóhannes vísar til skýrslu sinnar þar sem segir meðal annars: „Á tímabilinu 2015-2022 þá var næturvöktun á vegum Laxfiska aðeins framkvæmd einu sinni í einni á á Austfjörðum og í það skipti (sept. 2021) veiddist einn sjókvíaeldislax í Fjarðará í Seyðisfirði.“ Og: „Sá lax var runninn frá fyrirtækinu Laxar fiskeldi og kom úr kví á kvíasvæðinu við Gripaldi í Reyðarfirði.“ Eins og Jóhannes benti á greindist í byrjun vetrar 2021 í fyrsta sinn á Íslandi veirusjúkdómurinn blóðþorri (ISA - Infectious salmon anaemia) á kvíasvæðinu við Gripaldi, þannig að mögulegt er að laxinn sem kom þaðan og gekk í Fjarðará í Seyðisfirði hafi borið sjúkdóminn blóðþorra. Lax slapp úr sjókvíaeldinu á Reyðarfirði Öllum fiski var slátrað af sjókvíasvæðinu Gripaldi í kjölfarið, en sjúkdómurinn kom síðan upp á öðrum eldissvæðum 2022 í Reyðarfirði sem og í Berufirði og því var laxi í kvíum á þessum svæðum öllum slátrað. Í þessu sambandi vekur athygli að engar opinberar tilkynningar liggja fyrir um að gat hafi komið á kvíar við Gripaldi 2020 eða 2021 og umfang slysasleppinga þar því óþekkt. Þegar Kaldvík fór í kauphöllina 29.05.2024 fullyrti Jens Garðar, þá stjórnandi Kaldvíkur: „Við höfum aldrei misst lax“ og „Umræðan má ekki byggjast á tilfinningum og upphrópunum, heldur vísindalegum rökum og yfirvegun“. Nú er hins vegar staðfest, í rannsókn þeirra Jóhannesar og Snæbjörns, að sjókvíaeldislax úr Reyðarfirði var veiddur í Fjarðará í Seyðisfirði í september 2021. Aldrei laxar sloppið úr eldi? Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, benti enn fremur á að enn hefðu laxar ekki sloppið úr eldi þess og það ætlaði sér að tryggja að svo yrði áfram. Hann rakti notkun tækni, meðal annars myndavéla með gervigreind og sterkari neta en gengur og gerist, til þess. Jens Garðar sagði stjórnendur Kaldvíkur alltaf tilbúna í sanngjarnt samtal um laxeldi og framtíð þess en það yrði að vera byggt á staðreyndum, vísindum og almennri skynsemi. En voru þeir þá að ljúga þessu með slysasleppingarnar? „Já það hljómar þannig. Þau hjá hjá VÁ leggja einmitt út af þeim punkti á FB status sem þau voru setja inn með vísun í tilteknar staðhæfingar Jens Garðars,“ segir Jóhannes. Sjókvíaeldi Vísindi Fiskeldi Kaldvík Múlaþing Tengdar fréttir Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. 15. maí 2024 17:09 Mótmæltu sjókvíaeldi með því að dreifa „lúsaeitri“ yfir Austurvöll Mótmæli gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli í dag. Eflt var til óvenjulegs gjörnings að mótmælunum loknum þegar „lúsaeitri“ var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum hefur ásamt Snæbirni Pálssyni rannsakað uppruna sjókvíalaxa. Þeir hafa lagt mat á hvernig tilkynningar um tjón á sjókvíum sem leiða til göngu eldislaxa í íslenskar ár berist frá sjókvíaeldisfyrirtækjum til Matvælastofnunar, MAST. „Það var fróðlegt að fá á hreint í rannsókninni það hvað varðaði lögheimili sjókvíaeldislax sem ég veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði, sem yfirgaf uppeldisstöðvar sínar hjá Laxar fiskeldi. Þetta er þrátt fyrir að allt ætti að vera í sómanum með þær kvíar samkvæmt eftirliti eldisaðilans,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir að það líti út fyrir að forvígismenn fyrirtækisins hafi farið með rangt mál: Lax hafi sannanlega sloppið úr sjókví.vísir/ívar „Sú hrygningarganga sjókvíalaxins í Fjarðará í Seyðisfirði, sem mögulega var sýktur af blóðþorra sem einmitt kom fyrst upp á sama ári í þessari kvíastæðu sem hann var runninn frá við Gripaldi í Reyðarfirði, vitnar líka til þess að ef slíkur átroðningur sjókvíaeldislaxa er þá þegar til vandræða í Fjarðará, hversu slæmt ástandið yrði í ánni ef sjókvíaeldi væri þröngvað upp á Seyðfirðinga eins og hætta er á,“ segir Jóhannes. Sjókvíaeldislax veiddur í Fjarðará Jóhannes vísar til skýrslu sinnar þar sem segir meðal annars: „Á tímabilinu 2015-2022 þá var næturvöktun á vegum Laxfiska aðeins framkvæmd einu sinni í einni á á Austfjörðum og í það skipti (sept. 2021) veiddist einn sjókvíaeldislax í Fjarðará í Seyðisfirði.“ Og: „Sá lax var runninn frá fyrirtækinu Laxar fiskeldi og kom úr kví á kvíasvæðinu við Gripaldi í Reyðarfirði.“ Eins og Jóhannes benti á greindist í byrjun vetrar 2021 í fyrsta sinn á Íslandi veirusjúkdómurinn blóðþorri (ISA - Infectious salmon anaemia) á kvíasvæðinu við Gripaldi, þannig að mögulegt er að laxinn sem kom þaðan og gekk í Fjarðará í Seyðisfirði hafi borið sjúkdóminn blóðþorra. Lax slapp úr sjókvíaeldinu á Reyðarfirði Öllum fiski var slátrað af sjókvíasvæðinu Gripaldi í kjölfarið, en sjúkdómurinn kom síðan upp á öðrum eldissvæðum 2022 í Reyðarfirði sem og í Berufirði og því var laxi í kvíum á þessum svæðum öllum slátrað. Í þessu sambandi vekur athygli að engar opinberar tilkynningar liggja fyrir um að gat hafi komið á kvíar við Gripaldi 2020 eða 2021 og umfang slysasleppinga þar því óþekkt. Þegar Kaldvík fór í kauphöllina 29.05.2024 fullyrti Jens Garðar, þá stjórnandi Kaldvíkur: „Við höfum aldrei misst lax“ og „Umræðan má ekki byggjast á tilfinningum og upphrópunum, heldur vísindalegum rökum og yfirvegun“. Nú er hins vegar staðfest, í rannsókn þeirra Jóhannesar og Snæbjörns, að sjókvíaeldislax úr Reyðarfirði var veiddur í Fjarðará í Seyðisfirði í september 2021. Aldrei laxar sloppið úr eldi? Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, benti enn fremur á að enn hefðu laxar ekki sloppið úr eldi þess og það ætlaði sér að tryggja að svo yrði áfram. Hann rakti notkun tækni, meðal annars myndavéla með gervigreind og sterkari neta en gengur og gerist, til þess. Jens Garðar sagði stjórnendur Kaldvíkur alltaf tilbúna í sanngjarnt samtal um laxeldi og framtíð þess en það yrði að vera byggt á staðreyndum, vísindum og almennri skynsemi. En voru þeir þá að ljúga þessu með slysasleppingarnar? „Já það hljómar þannig. Þau hjá hjá VÁ leggja einmitt út af þeim punkti á FB status sem þau voru setja inn með vísun í tilteknar staðhæfingar Jens Garðars,“ segir Jóhannes.
Sjókvíaeldi Vísindi Fiskeldi Kaldvík Múlaþing Tengdar fréttir Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. 15. maí 2024 17:09 Mótmæltu sjókvíaeldi með því að dreifa „lúsaeitri“ yfir Austurvöll Mótmæli gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli í dag. Eflt var til óvenjulegs gjörnings að mótmælunum loknum þegar „lúsaeitri“ var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn „Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. 15. maí 2024 17:09
Mótmæltu sjókvíaeldi með því að dreifa „lúsaeitri“ yfir Austurvöll Mótmæli gegn sjókvíaeldi fóru fram á Austurvelli í dag. Eflt var til óvenjulegs gjörnings að mótmælunum loknum þegar „lúsaeitri“ var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið. 7. október 2023 13:16