Körfubolti

Finnur Freyr: Á­nægður með heil­steyptan leik okkar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Finnur Freyr stýrði Valsmönnum til sigurs áttunda leiknum í röð. 
Finnur Freyr stýrði Valsmönnum til sigurs áttunda leiknum í röð.  Vísir/Pawel

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigur sinna manna þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í 21. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 

„Það sem gladdi mig mest er hvað við mættum ákveðnir til leiks og hleyptum þeim aldrei inn í leikinn eftir að hafa náð góðu forskoti. Það vantaði stór pússl í róteringuna hjá þeim og það er vitað mál og eðlilegt að Grindavíkurliðið er veikara án Deandre Kane og Ólafs Ólafssonar.

Við létum það ekki trufla undirbúning okkar að það vantaði sterka leikmenn í þeirra lið og sýndum heilsteypta og góða frammistöðu sem er bara mjög jákvætt. Þetta var góður sigur og liðið sýndi margar góðar hliðar í þessum leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.

Þetta var áttundi sigur Valsmanna í röð en næsta verkefni liðsins er að mæta Keflvíkingum í undanúrslitaleik í VÍS-bikarnum á fimmtudaginn í næstu viku. 

„Nú fer bara fullur fókus á það að búa okkur undir alvöru slag við Keflavík í bikarnum. Það vita allir að þeir þeir hafa spilað undir pari í deildinni og líta líklega á bikarinn sem ákveðna gulrót á tímabilinu. Það eru mikil gæði í þeirra liði og við þurfum góðan leik í 40 mínútur eins og við gerðum í kvöld til þess að leggja þá að velli,“ sagði Finnur Freyr enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×