Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 18:30 Áslaug Arna segir um alvarlegan dómgreindarbrest að ræða, eða þaðan af verra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagðist í dag hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2008. Grafi undan trausti á réttarkerfinu Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu og Hafþórs Ólafssonar eiginmanns hennar vegna fyrningar. Þau höfðuðu málið í nóvember árið 2023 en málið var fyrnt að mati dómstóla árið 2022. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann en ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. Áslaug Arna sem var sjálf dómsmálaráðherra á árunum 2019 til 2021 segir ummæli Ásthildar Lóu til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. „Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjálfir hafa misst trú á réttlæti íslenskra dómstóla, hvernig eigum við þá að ætlast til þess að borgararnir geri það?“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagmiðlum. Meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins Eðlilegt sé að einstaklingar séu ósáttir við niðurstöður dómstóla eða telji þær rangar og að gagnrýni byggð á rökum eigi fullt erindi í lýðræðislegri umræðu. „En að ráðherra, sem sjálfur er hluti af framkvæmdavaldinu, ráðist á dómsvaldið með svona alhæfingum er aftur á móti algjörlega óásættanlegt. Það dregur úr trúverðugleika réttarkerfisins og vegur að grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Áslaug Arna. „Annaðhvort er þetta alvarlegur dómgreindarbrestur eða meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins. Hvorugt er ásættanlegt,“ segir hún. Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagðist í dag hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2008. Grafi undan trausti á réttarkerfinu Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu og Hafþórs Ólafssonar eiginmanns hennar vegna fyrningar. Þau höfðuðu málið í nóvember árið 2023 en málið var fyrnt að mati dómstóla árið 2022. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann en ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. Áslaug Arna sem var sjálf dómsmálaráðherra á árunum 2019 til 2021 segir ummæli Ásthildar Lóu til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. „Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjálfir hafa misst trú á réttlæti íslenskra dómstóla, hvernig eigum við þá að ætlast til þess að borgararnir geri það?“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagmiðlum. Meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins Eðlilegt sé að einstaklingar séu ósáttir við niðurstöður dómstóla eða telji þær rangar og að gagnrýni byggð á rökum eigi fullt erindi í lýðræðislegri umræðu. „En að ráðherra, sem sjálfur er hluti af framkvæmdavaldinu, ráðist á dómsvaldið með svona alhæfingum er aftur á móti algjörlega óásættanlegt. Það dregur úr trúverðugleika réttarkerfisins og vegur að grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Áslaug Arna. „Annaðhvort er þetta alvarlegur dómgreindarbrestur eða meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins. Hvorugt er ásættanlegt,“ segir hún.
Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira