Úrslitin réðust í vítakeppni þar sem eitt víti Atlético liðsins var dæmt ógilt fyrir tvísnertingu.
120 mínútur af dramatík og mikilli spennu í harðri og jafnri keppni erkifjenda.
Leikurinn fór fram á Metropolitano leikvanginum, glæsilegum heimavelli Atlético.
Það var auðvitað mjög súrt fyrir Atlético að tapa leiknum á þennan hátt í vítakeppni en umsjónarmenn leikvangsins fóru ekkert í betra skap þegar þeir sáu umgengni leikmanna Real Madrid á varamannabekknum.
Sóðaskapur Real stjarnanna var mikill og það er eins og þeir hafi hent öllu lauslegu frá sér og skilið varamannabekkinn eftir eins og einn stóran ruslahaug.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig sóðaskapurinn leit út eftir leikinn.