Egill kom húfu fyrir á haus Rikka, þannig að hann sæi alveg örugglega ekki hvað átti sér stað í stúdíóinu. Þá var næst að skrúfa niður í Shawn Mendes, biðja hann afsökunar og bjóða Rikka að taka af sér húfu og heyrnartól. Rikka krossbrá líkt og myndbandið hér fyrir neðan sýnir.
„Ég veit ekki hvað ég á að segja hérna“
Rikki var heldur betur meyr að flutningi loknum en karlakórinn klappaði að sjálfsögðu fyrir okkar manni. „Hvern djöfullinn ertu að gera mér?!“ spurði hann Egil á léttum nótum eftir að hafa blásið á afmæliskertin.
„Drengir, ég veit ekki hvað ég á að segja hérna. Heyrðu, ég er bara að fara að grenja. Þetta er of mikið. En kærar þakkir fyrir mig, shit, hvenær eru næstu tónleikar hjá ykkur?!“ spurði Rikki áður en hann fékk góðfúslegt leyfi til þess að setja á lag.
Í klippunni hér fyrir ofan má því næst sjá hvernig Egill útskýrir skipulagninguna. Hann hafi heyrt í karlakórnum og ekki endilega átt von á því að jafn margir myndu hafa tök á að mæta líkt og varð raunin.
„Þetta var of mikið Egill!“ segir Rikki á meðan hann þurrkar tárin úr augunum. Hann segist svo þakklátur fyrir að vera elskaður. „Nú þarf ég að fara að hugsa hvernig í fjandanum ég toppa þetta!“ segir Rikki og Egill bendir honum á að hann hafi tíu ár.