Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 10:01 Orri Steinn Óskarsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu en í næsta landsleik verður hann kominn með fyrirliðabandið. AFP/Attila KISBENEDEK Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og það þrátt fyrir að vera ekki búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Hann nær þó hvorki metinu yfir yngsta fyrirliða Íslands í karlalandsleik, hvorki í vináttuleik né í keppnisleik. Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann ætlaði að geta Orra Stein að fyrirliða þar sem hann væri leiðtogi nýju kynslóðarinnar í liðinu. Það að hann sé að fá fyrirliðabandið fyrir 21 árs afmælið sitt, var full ástæða til að skoða sögubæknurnar. Metin falla ekki því þau verða áfram í eigu þeirra Eyleifs Hafsteinssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Eyleifur Hafsteinsson er hér í miðjunni á mynd sem var tekin fyrir æfingu landsliðsins á Parken. Hægra megin við Eyleif er Hermann Gunnarsson.Timarit.is/Tíminn Eyleifur er yngsti fyrirliði Íslands í A-landsleik karla. Hann var aðeins tuttugu ára, tveggja mánaða og fjórtán daga þegar hann var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik á móti Bretlandi á Laugardalsvellinum 14. ágúst 1967. Bretarnir unnu leikinn 3-0 en þetta var áttundi landsleikur Eyleifs. Eyleifur var líka fyrirliði í næsta leik á eftir sem er einn frægasti leikur í sögu Íslands þegar liðið tapaði 14-2 á móti Dönum í vináttulandsleik á Parken 23. ágúst 1967. Eyleifur átti eftir að spila 26 landsleiki en var bara fyrirliði í þessum tveimur leikjum. Mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni heilsa fyrirliða Belga fyrir leikinn. Myndin birtist á forsíðu Vísis.timarit.is/Vísir Ásgeir Sigurvinsson er síðan yngsti fyrirliði Íslands í keppnislandsleik. Hann var aðeins tuttugu ára, þriggja mánaða og 29 daga þegar hann var fyrirliði Íslands í leik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975. Belgarnir unnu þann leik 1-0 en þetta var fjórtándi landsleikur Ásgeirs. Ásgeir var einnig fyrirliði í tveimur lansleikjum í undankeppni HM haustið 1977 en hann leiddi íslenska landsliðið sjö sinnum út á völlinn sem fyrirliði. Einn af þeim var síðasti landsleikur hans þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM) Landslið karla í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann ætlaði að geta Orra Stein að fyrirliða þar sem hann væri leiðtogi nýju kynslóðarinnar í liðinu. Það að hann sé að fá fyrirliðabandið fyrir 21 árs afmælið sitt, var full ástæða til að skoða sögubæknurnar. Metin falla ekki því þau verða áfram í eigu þeirra Eyleifs Hafsteinssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Eyleifur Hafsteinsson er hér í miðjunni á mynd sem var tekin fyrir æfingu landsliðsins á Parken. Hægra megin við Eyleif er Hermann Gunnarsson.Timarit.is/Tíminn Eyleifur er yngsti fyrirliði Íslands í A-landsleik karla. Hann var aðeins tuttugu ára, tveggja mánaða og fjórtán daga þegar hann var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik á móti Bretlandi á Laugardalsvellinum 14. ágúst 1967. Bretarnir unnu leikinn 3-0 en þetta var áttundi landsleikur Eyleifs. Eyleifur var líka fyrirliði í næsta leik á eftir sem er einn frægasti leikur í sögu Íslands þegar liðið tapaði 14-2 á móti Dönum í vináttulandsleik á Parken 23. ágúst 1967. Eyleifur átti eftir að spila 26 landsleiki en var bara fyrirliði í þessum tveimur leikjum. Mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni heilsa fyrirliða Belga fyrir leikinn. Myndin birtist á forsíðu Vísis.timarit.is/Vísir Ásgeir Sigurvinsson er síðan yngsti fyrirliði Íslands í keppnislandsleik. Hann var aðeins tuttugu ára, þriggja mánaða og 29 daga þegar hann var fyrirliði Íslands í leik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975. Belgarnir unnu þann leik 1-0 en þetta var fjórtándi landsleikur Ásgeirs. Ásgeir var einnig fyrirliði í tveimur lansleikjum í undankeppni HM haustið 1977 en hann leiddi íslenska landsliðið sjö sinnum út á völlinn sem fyrirliði. Einn af þeim var síðasti landsleikur hans þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM)
Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM)
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti