Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. mars 2025 23:00 Hinn látni er sagður hafa verið alræmdur í undirheimum Grenoble á síðustu öld. Getty Lögregluyfirvöld í Frakklandi rannsaka skotárás sem gerð var á 71 árs gamlan fyrrverandi mafíuleiðtoga á hraðbraut nærri borginni Grenoble í morgun. Franskir blaðamenn segja hinn látna, Jean-Pierre Maldera, hafa verið „guðföður“ mafíunnar á svæðinu á níunda áratug síðustu aldar. Honum hafi verið veitt eftirför er hann ók um hraðbrautina í morgun. Loks hafi hann verið skotinn til bana. BBC fjallar um málið. Árásarmennirnir, þrír eða fjórir talsins, hafi flúið vettvang á stolnum Renault bíl og skilið hann eftir á bílastæði í Grenoble, hvar hann fannst skömmu síðar. Tíu ár eru síðan tilkynnt var um hvarf yngri bróður Jean Pierre, Robert Maldera. Sá hafi einnig verið mafíuleiðtogi og borið viðurnefnið „madman“ í undirheimum Grenoble. Í umfjöllun franska miðilsins Le Dauphiné Libéré segir að Maldera hafi stigið út úr bílnum sínum á miðjum vegi og reynt að hlaupa frá árásarmönnunum, sem skutu hann til bana. Maldera bræðurnir eru sagðir hafa gegnt lykilhlutverki í hinni svokölluðu Italo-Grenoblois mafíu á níunda og tíunda áratug síðusu aldar. Árið 2004 voru þeir fundnir sekir fyrir skipulagða glæpastarfsemi en voru ári síðar látnir lausir. Í frétt BBC segir þó að sakaskrá þeirra bræðra teygi sig marga áratugi aftur í tímann. Ekki liggur fyrir hvort Maldera hafi átt þátt í skipulagðri glæpastarfsemi í aðdraganda árásarinnar en frönsk yfirvöld höfðu þá ekki haft afskipti af honum svo árum skipti. Frakkland Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Franskir blaðamenn segja hinn látna, Jean-Pierre Maldera, hafa verið „guðföður“ mafíunnar á svæðinu á níunda áratug síðustu aldar. Honum hafi verið veitt eftirför er hann ók um hraðbrautina í morgun. Loks hafi hann verið skotinn til bana. BBC fjallar um málið. Árásarmennirnir, þrír eða fjórir talsins, hafi flúið vettvang á stolnum Renault bíl og skilið hann eftir á bílastæði í Grenoble, hvar hann fannst skömmu síðar. Tíu ár eru síðan tilkynnt var um hvarf yngri bróður Jean Pierre, Robert Maldera. Sá hafi einnig verið mafíuleiðtogi og borið viðurnefnið „madman“ í undirheimum Grenoble. Í umfjöllun franska miðilsins Le Dauphiné Libéré segir að Maldera hafi stigið út úr bílnum sínum á miðjum vegi og reynt að hlaupa frá árásarmönnunum, sem skutu hann til bana. Maldera bræðurnir eru sagðir hafa gegnt lykilhlutverki í hinni svokölluðu Italo-Grenoblois mafíu á níunda og tíunda áratug síðusu aldar. Árið 2004 voru þeir fundnir sekir fyrir skipulagða glæpastarfsemi en voru ári síðar látnir lausir. Í frétt BBC segir þó að sakaskrá þeirra bræðra teygi sig marga áratugi aftur í tímann. Ekki liggur fyrir hvort Maldera hafi átt þátt í skipulagðri glæpastarfsemi í aðdraganda árásarinnar en frönsk yfirvöld höfðu þá ekki haft afskipti af honum svo árum skipti.
Frakkland Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira