Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 13:06 Aron Einar Gunnarsson hefur spilað 104 A-landsleiki og gæti bætt við þá tölu gegn Kósovó. Getty/Will Palmer Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson er í landsliðshópnum en félagar hans af gullkynslóðinni, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson, eru hins vegar ekki með. Lúkas J. Blöndal Petersson, sonur handboltakappans Alexanders Petersson, er einn af markvörðum hópsins og sá eini sem ekki hefur spilað A-landsleik. Aron hefur spilað 104 landsleiki og er langreynslumestur í hópnum þegar kemur að landsleikjum. Næstir á eftir honum eru Arnór Ingvi Traustason með 63 landsleiki og Sverrir Ingi Ingason með 55 leiki. Lúkas kemur í hópinn í stað Patriks Sigurðar Gunnarssonar sem hefur ekkert spilað með liði sínu Kortrijk í Belgíu á þessu ári. Hákon Arnar Haraldsson og Albert Guðmundsson, sem misst hafa af síðustu landsleikjum vegna meiðsla, eru báðir í hópnum. Bjarki Steinn Bjarkason, Þórir Jóhann Helgason og Kristian Nökkvi Hlynsson koma einnig inn í hópinn á ný. Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Alfons Sampsted, Sævar Atli Magnússon og Arnór Sigurðsson eru auk Jóhanns og Gylfa á meðal þeirra sem ekki eru í hópnum að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands gegn Kósovó: Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson er í landsliðshópnum en félagar hans af gullkynslóðinni, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson, eru hins vegar ekki með. Lúkas J. Blöndal Petersson, sonur handboltakappans Alexanders Petersson, er einn af markvörðum hópsins og sá eini sem ekki hefur spilað A-landsleik. Aron hefur spilað 104 landsleiki og er langreynslumestur í hópnum þegar kemur að landsleikjum. Næstir á eftir honum eru Arnór Ingvi Traustason með 63 landsleiki og Sverrir Ingi Ingason með 55 leiki. Lúkas kemur í hópinn í stað Patriks Sigurðar Gunnarssonar sem hefur ekkert spilað með liði sínu Kortrijk í Belgíu á þessu ári. Hákon Arnar Haraldsson og Albert Guðmundsson, sem misst hafa af síðustu landsleikjum vegna meiðsla, eru báðir í hópnum. Bjarki Steinn Bjarkason, Þórir Jóhann Helgason og Kristian Nökkvi Hlynsson koma einnig inn í hópinn á ný. Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Alfons Sampsted, Sævar Atli Magnússon og Arnór Sigurðsson eru auk Jóhanns og Gylfa á meðal þeirra sem ekki eru í hópnum að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands gegn Kósovó: Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira