Innlent

Bein út­sending: Blaða­manna­verð­launin af­hent

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Blaðamannafélagið

Blaðamannaverðlaun ársins 2024 verða afhent í Sykursal í Grósku í dag og hefst útsending frá verðlaunaafhendingu klukkan 17.

Hægt verður að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Verðlaun eru veitt í fjórum flokkum og þrennt tilnefnt í hverjum flokki. Hægt er að sjá tilnefningarnar að neðan, og nánari útlistun á tilnefningunum hér.

Umfjöllun ársins 2024

  • Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin.
  • Guðrún Hulda Pálsdóttir, Bændablaðinu. Fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt.
  • Pétur Magnússon, RÚV. Fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða.

Viðtal ársins 2024

  • Erla Hlynsdóttir, Heimildinni. Fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskup Íslands.
  • Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV. Fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns og fyrrverandi sambýlismanns.
  • Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir viðtal við Davíð Viðarsson.

Rannsóknarblaðamennska ársins 2024

  • Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, RÚV. Fyrir umfjöllun um unga, fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða því önnur úrræði skortir í heilbrigðiskerfinu.
  • Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni. Fyrir fréttaskýringar um Running Tide.
  • Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, RÚV. Fyrir fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le.

Blaðamannaverðlaun ársins 2024

  • Auður Jónsdóttir, Heimildinni. Fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir.
  • Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV. Fyrir fréttaskýringar í Speglinum.
  • Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Morgunblaðið og mbl.is. Fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×