„Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar 12. mars 2025 12:32 Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Fjarskipti Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar