Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2025 07:33 Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun