Sport

Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skíðastökkvarinn Marius Lindvik var sviptur silfurverðlaunum sínum á stórum palli á HM.
Skíðastökkvarinn Marius Lindvik var sviptur silfurverðlaunum sínum á stórum palli á HM. ntb/Terje Pedersen

Norsku skíðastökkvararnir Marius Lindvik og Johann André Forgang segjast ekki hafa vitað að átt hefði verið við búninga þeirra.

Lindvik og Forgang var báðum vísað úr keppni á heimsmeistaramótinu eftir að upp komst að stífari saumur en leyfilegt er hefði verið settur í búninga þeirra.

Magnus Brevig, þjálfara norsku skíðastökkvarana, var vikið frá störfum og sömu sögu er að segja af skraddaranum Adrian Livelten sem setti saumana ólöglegu í búningana.

Þeir Brevig og Livelten hafa báðir játað sök í málinu. Lindvik og Forgang segjast ekki hafa vitað að þeir hefðu keppt í ólöglegum búningum.

„Við sjáum eftir því að hafa ekki tjáð okkur við fjölmiðla eftir það sem gerðist. Við erum miður okkar. Hvorugur okkar hefði stokkið í búningum sem við hefðum vitað að átt hefði verið við. Aldrei,“ sögðu þeir Lindvik og Forgang í yfirlýsingu.

Lindvik vann til silfurverðlauna á stórum palli en var sviptur þeim eftir að upp komst um svindlið. Forgang endaði í 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×