Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 21:03 Steingerður segir leitt að missa af ráðstefnunni. Þrátt fyrir það hafi henni verið vel tekið hér heima, og hún ekki mætt neinum fordómum. Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til. „Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira