Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 21:03 Steingerður segir leitt að missa af ráðstefnunni. Þrátt fyrir það hafi henni verið vel tekið hér heima, og hún ekki mætt neinum fordómum. Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til. „Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira