Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Lovísa Arnardóttir skrifar 9. mars 2025 23:47 Helga og Valgerður ræddu við Pál í Sprengisandi um hugvíkkandi efni. Bylgjan Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi og Helga Þórarinsdóttir læknir á geðdeild Landspítalans segja enn nokkuð langt í að hægt sé að fullyrða um öryggi og gagnsemi hugvíkkandi efna við meðferð á geð- og fíknisjúkdómum. Valgerður og Helga ræddu hugvíkkandi efni í Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Valgerður segir mikilvægt í umræðu um hugvíkkandi efni að skýrt sé hvaða efni sé átt við. Það geti mörg efni fallið þar undir. Umræðan hafi verið víðfeðm og um mismunandi hluti. Helga segir erfitt við umræðuna að um mörg efni sé að ræða og svo sé kannski óljóst hvað sé átt við þegar talað er um hugvíkkandi efni. Í læknisfræðilegum tilgangi eigi efnin að breyta sveigjanleika heilans þannig fólk geti betur tekið breytingum í til dæmis sálfræðimeðferð. Sem dæmi hafi MDMA verið notað í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Efnið er gefið til að auðvelda sálfræðimeðferðina og er þannig stuðningur. „Efnin, í rannsóknum, virðast ekki gera það helsta. Það er allt þetta sem er með. Þau eru til að hjálpa að stuðla að þeirri virkni sem er verið að óska eftir,“ segir Helga. Valgerður segir ekki nægilega góðar og margar rannsóknir liggja fyrir þannig að lyfin séu leyfð af eftirlitsstofnunum, eins og lyfjastofnunum í Evrópu eða Bandaríkjunum. Þau eru leyfð í Ástralíu og í einhverjum tilfellum í Sviss en það sé ströng umgjörð um það. Læknasamtök í Sviss leggi mikla áherslu á þjálfun starfsfólks. Þjálfunin taki um þrjú ár fyrir lækna og sálfræðinga. „Þeir anna ekki eftirspurn eftir þessari þjálfun,“ segir Valgerður. Það sé mikil eftirspurn því það sé skortur á nýjum úrræðum við flóknum sjúkdómum eins og geðsjúkdómum og fíknisjúkdómum eru. „Það er ekkert skrítið að fólk hafi áhuga á því að innleiða nýjar lausnir en við verðum að sýna þolinmæði,“ segir Valgerður því rannsóknir séu ekki komnar á þann stað að hægt sé að fullyrða að slíkar meðferðir séu gagnlegar og öruggar. „Það eru vísbendingar um áhrif og margar minni rannsóknir sem margar hverjar eru með jákvæða útkomu á áhrifunum,“ segir hún en að það vanti rannsóknir sem fjalli sérstaklega um öryggi og árangur. Skiljanlegt að fólk sé spennt Helga segir ljóst að sjúkdómar eins og kvíði, þunglyndi og depurð valdi miklum skaða og skerðingu á lífsgæðum. Það sé því skiljanlegt að fólk sé spennt fyrir nýjum lausnum en oft séu þær miðaðar að nokkuð sérhæfðum vanda. Til dæmis sé verið að nota Ketamín við þunglyndi en það sé aðeins gert þegar fólk hefur ekki svarað öðrum meðferðum. Nauðsynlegt sé að rannsaka öll lyf með tilliti til bæði virkni og öryggis og aukaverkana til skamms og langs tíma. Hún segir ljóst að ef þessi lyf verða samþykkt verði þau líklega ekki notuð sem fyrsta val heldur þegar aðrar lausnir hafa ekki gengið. Valgerður segir þessi lyf ekki ávanabindandi en þau séu samt sem áður flokkuð sem fíkniefni. Hún segir markaðsöfl að baki og hefur áhyggjur af því að væntingar séu ekki í samræmi við það traust sem á að hafa. Þröskuldurinn lægri Valgerður segir viðhorf hafa áhrif á aðgengi og þegar efnin eru normalíseruð sé þröskuldurinn lægri við notkun og það geti verið áhyggjuefni. Þær segja alltaf hættu fylgja notkun slíkra efna en að MDMA geti valdið hjartsláttartruflunum og mögulega valdið hjartastoppi. Reglulega fái þau fólk til sín á geðdeild sem upplifi til lengri tíma áhrif af því að taka slík efni. Þá fylgi þeim oft sjálfsvígshugsanir. Helga bendir á að við rannsóknir sé einn skammtur tekinn undir handleiðslu lækna en í almennri umfjöllun um hugvíkkandi efni sé jafnvel talað um að taka þau daglega. Helga segir varhugavert að gera það. Efnin séu ólögleg og því liggi innihald þeirra ekki neins staðar fyrir. Helga segir rannsóknir komnar nokkuð langt en þó ekki nægilega langt til að fullyrða um öryggi og gagnsemi meðferðanna. Enn verði nokkur bið á því. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Hugvíkkandi efni Sprengisandur Tengdar fréttir Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. 3. mars 2025 10:12 Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15 Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. 28. janúar 2025 19:04 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Valgerður segir mikilvægt í umræðu um hugvíkkandi efni að skýrt sé hvaða efni sé átt við. Það geti mörg efni fallið þar undir. Umræðan hafi verið víðfeðm og um mismunandi hluti. Helga segir erfitt við umræðuna að um mörg efni sé að ræða og svo sé kannski óljóst hvað sé átt við þegar talað er um hugvíkkandi efni. Í læknisfræðilegum tilgangi eigi efnin að breyta sveigjanleika heilans þannig fólk geti betur tekið breytingum í til dæmis sálfræðimeðferð. Sem dæmi hafi MDMA verið notað í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Efnið er gefið til að auðvelda sálfræðimeðferðina og er þannig stuðningur. „Efnin, í rannsóknum, virðast ekki gera það helsta. Það er allt þetta sem er með. Þau eru til að hjálpa að stuðla að þeirri virkni sem er verið að óska eftir,“ segir Helga. Valgerður segir ekki nægilega góðar og margar rannsóknir liggja fyrir þannig að lyfin séu leyfð af eftirlitsstofnunum, eins og lyfjastofnunum í Evrópu eða Bandaríkjunum. Þau eru leyfð í Ástralíu og í einhverjum tilfellum í Sviss en það sé ströng umgjörð um það. Læknasamtök í Sviss leggi mikla áherslu á þjálfun starfsfólks. Þjálfunin taki um þrjú ár fyrir lækna og sálfræðinga. „Þeir anna ekki eftirspurn eftir þessari þjálfun,“ segir Valgerður. Það sé mikil eftirspurn því það sé skortur á nýjum úrræðum við flóknum sjúkdómum eins og geðsjúkdómum og fíknisjúkdómum eru. „Það er ekkert skrítið að fólk hafi áhuga á því að innleiða nýjar lausnir en við verðum að sýna þolinmæði,“ segir Valgerður því rannsóknir séu ekki komnar á þann stað að hægt sé að fullyrða að slíkar meðferðir séu gagnlegar og öruggar. „Það eru vísbendingar um áhrif og margar minni rannsóknir sem margar hverjar eru með jákvæða útkomu á áhrifunum,“ segir hún en að það vanti rannsóknir sem fjalli sérstaklega um öryggi og árangur. Skiljanlegt að fólk sé spennt Helga segir ljóst að sjúkdómar eins og kvíði, þunglyndi og depurð valdi miklum skaða og skerðingu á lífsgæðum. Það sé því skiljanlegt að fólk sé spennt fyrir nýjum lausnum en oft séu þær miðaðar að nokkuð sérhæfðum vanda. Til dæmis sé verið að nota Ketamín við þunglyndi en það sé aðeins gert þegar fólk hefur ekki svarað öðrum meðferðum. Nauðsynlegt sé að rannsaka öll lyf með tilliti til bæði virkni og öryggis og aukaverkana til skamms og langs tíma. Hún segir ljóst að ef þessi lyf verða samþykkt verði þau líklega ekki notuð sem fyrsta val heldur þegar aðrar lausnir hafa ekki gengið. Valgerður segir þessi lyf ekki ávanabindandi en þau séu samt sem áður flokkuð sem fíkniefni. Hún segir markaðsöfl að baki og hefur áhyggjur af því að væntingar séu ekki í samræmi við það traust sem á að hafa. Þröskuldurinn lægri Valgerður segir viðhorf hafa áhrif á aðgengi og þegar efnin eru normalíseruð sé þröskuldurinn lægri við notkun og það geti verið áhyggjuefni. Þær segja alltaf hættu fylgja notkun slíkra efna en að MDMA geti valdið hjartsláttartruflunum og mögulega valdið hjartastoppi. Reglulega fái þau fólk til sín á geðdeild sem upplifi til lengri tíma áhrif af því að taka slík efni. Þá fylgi þeim oft sjálfsvígshugsanir. Helga bendir á að við rannsóknir sé einn skammtur tekinn undir handleiðslu lækna en í almennri umfjöllun um hugvíkkandi efni sé jafnvel talað um að taka þau daglega. Helga segir varhugavert að gera það. Efnin séu ólögleg og því liggi innihald þeirra ekki neins staðar fyrir. Helga segir rannsóknir komnar nokkuð langt en þó ekki nægilega langt til að fullyrða um öryggi og gagnsemi meðferðanna. Enn verði nokkur bið á því. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Hugvíkkandi efni Sprengisandur Tengdar fréttir Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. 3. mars 2025 10:12 Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15 Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. 28. janúar 2025 19:04 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. 3. mars 2025 10:12
Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15
Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. 28. janúar 2025 19:04
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent