Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. mars 2025 22:11 Guðmundur segir verða að leggja meiri áherslu á rökhugsun í námsskrá. Aðsend og Vísir/Vilhelm Guðmundur Björnsson aðjunkt við ferðamálafræði segir það vekja upp spurningar um íslenska grunnskólakerfið ef nemendur skilji ekki lykilhugtök eins og rök eða röksemdarfærslu. Guðmundur segir frá því í aðsendri grein að fimmtán ára ungmenni hafi fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð en ekki vitað hvað rök þýðir. „Þegar ungmenni á unglingsaldri skilur ekki grundvallarhugtök eins og rök vekur það spurningar um kennsluhætti og námskrárgrunninn. Þetta gæti verið vísbending um að íslenskt skólakerfi leggi ekki nægilega mikla áherslu á rökhugsun sem hluta af grunnmenntun nemenda. Ef nemendur eiga að geta skrifað rökfærsluritgerð hlýtur það að vera forsenda að þeir skilji hvað rök eru og hvernig á að beita þeim. Guðmundur bendir á að gervigreind og tækniframfarir hafi breytt því hvernig fólk nálgast upplýsingar og þá skipti gagnrýnin hugsun enn meira máli. „Við lifum á tímum þar sem falsfréttir, upphrópanir og alls konar ósannindi dreifast hraðar en nokkru sinni fyrr – oft án þess að fólk spyrji sig hvort upplýsingarnar standist rýni,“ segir Guðmundur í grein sinn. Sjá einnig: Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Samfélagsmiðlar og gervigreindarverkfæri búi til sannfærandi texta, myndir og jafnvel myndskeið sem séu jafnvel hrein fölsun, en líti út fyrir að vera trúverðug. „Ef ungt fólk lærir ekki að nota rök og meta sannleiksgildi upplýsinga, þá verður það berskjaldað fyrir áróðri og blekkingum,“ segir hann og að þetta undirstriki hversu mikilvægt það er að kenna nemendum að rökstyðja mál sitt og að greina milli staðreynda og rangfærslna. Kennarar verði að tryggja skilning Vanþekking barnsins er ekki eina vandamálið að mati Guðmundar heldur líka að barninu hafi verið sett fyrir verkefni án þess að tryggja að barnið skildi lykilhugtök og tilgang verkefnisins. Hann segir slíkan skort á undirbúningi geta haft neikvæð áhrif margan hátt. Það geti vakið upp óöryggi hjá nemandanum, námsárangurinn verði slakur og hann nær ekki að þróa rökhugsun sína. „Þetta er áminning um að ekki dugar að leggja fyrir verkefni með fyrirmælum og senda nemendur af stað í sjálfstæða vinnu – það þarf að tryggja að þeir hafi nauðsynlega þekkingu og færni til að takast á við verkefnið,“ segir Guðmundur. Hann segir skólakerfið eiga að leggja áherslu á rökhugsun og rökfærslu og það þurfi að tryggja að nemendur fái tækifæri til að æfa sig í að beita rökum. Guðmundur segir hægt að gera þetta með nokkrum leiðum. Til dæmis að byrja á því að kennarar útskýri hugtök fyrir nemendum. Þá leggur hann til að rökhugsun fái aukið vægi í námsskrá og að lögð sé meiri áhersla á leiðsagnarkennslu en verkefnaskil án stuðnings. Veki upp spurningar um kennsluna „Þessi reynsla er áminning um að skólakerfið ber ábyrgð á því að tryggja að nemendur skilji grunnatriði áður en þeim eru sett fyrir verkefni sem byggjast á þeim. Ef 15 ára nemandi skilur ekki hvað rök eru, þá vaknar sú spurning hvað það segir um kennsluna sem hann hefur fengið,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki hægt að ala upp kynslóð sem skortir færni í rökhugsun þegar heimurinn er fullur af falsfréttum og efni sem er búið til af gervigreind. „Gervigreind hefur sýnt að hún getur framleitt sannfærandi texta, myndefni og fréttir sem eru byggðar á röngum eða skálduðum upplýsingum, oft án nokkurra heimildartilvitnana. Þegar slík tæki geta „ofskynjað“ (e. hallucinate) efni og búið til staðlausar „staðreyndir”, verður gagnrýnin hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Skólakerfið verður að leggja aukna áherslu á rökfræði, gagnrýna hugsun og hæfni til að greina á milli staðreynda og skáldskapar – því án þessara verkfæra er hætt við að ungt fólk verði leiksoppur þeirra sem vilja afvegaleiða það, villa um fyrir því og sannfæra það um hvað sem er,“ segir Guðmundur að lokum. Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Réttindi barna Gervigreind Fjölmiðlar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Þegar ungmenni á unglingsaldri skilur ekki grundvallarhugtök eins og rök vekur það spurningar um kennsluhætti og námskrárgrunninn. Þetta gæti verið vísbending um að íslenskt skólakerfi leggi ekki nægilega mikla áherslu á rökhugsun sem hluta af grunnmenntun nemenda. Ef nemendur eiga að geta skrifað rökfærsluritgerð hlýtur það að vera forsenda að þeir skilji hvað rök eru og hvernig á að beita þeim. Guðmundur bendir á að gervigreind og tækniframfarir hafi breytt því hvernig fólk nálgast upplýsingar og þá skipti gagnrýnin hugsun enn meira máli. „Við lifum á tímum þar sem falsfréttir, upphrópanir og alls konar ósannindi dreifast hraðar en nokkru sinni fyrr – oft án þess að fólk spyrji sig hvort upplýsingarnar standist rýni,“ segir Guðmundur í grein sinn. Sjá einnig: Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Samfélagsmiðlar og gervigreindarverkfæri búi til sannfærandi texta, myndir og jafnvel myndskeið sem séu jafnvel hrein fölsun, en líti út fyrir að vera trúverðug. „Ef ungt fólk lærir ekki að nota rök og meta sannleiksgildi upplýsinga, þá verður það berskjaldað fyrir áróðri og blekkingum,“ segir hann og að þetta undirstriki hversu mikilvægt það er að kenna nemendum að rökstyðja mál sitt og að greina milli staðreynda og rangfærslna. Kennarar verði að tryggja skilning Vanþekking barnsins er ekki eina vandamálið að mati Guðmundar heldur líka að barninu hafi verið sett fyrir verkefni án þess að tryggja að barnið skildi lykilhugtök og tilgang verkefnisins. Hann segir slíkan skort á undirbúningi geta haft neikvæð áhrif margan hátt. Það geti vakið upp óöryggi hjá nemandanum, námsárangurinn verði slakur og hann nær ekki að þróa rökhugsun sína. „Þetta er áminning um að ekki dugar að leggja fyrir verkefni með fyrirmælum og senda nemendur af stað í sjálfstæða vinnu – það þarf að tryggja að þeir hafi nauðsynlega þekkingu og færni til að takast á við verkefnið,“ segir Guðmundur. Hann segir skólakerfið eiga að leggja áherslu á rökhugsun og rökfærslu og það þurfi að tryggja að nemendur fái tækifæri til að æfa sig í að beita rökum. Guðmundur segir hægt að gera þetta með nokkrum leiðum. Til dæmis að byrja á því að kennarar útskýri hugtök fyrir nemendum. Þá leggur hann til að rökhugsun fái aukið vægi í námsskrá og að lögð sé meiri áhersla á leiðsagnarkennslu en verkefnaskil án stuðnings. Veki upp spurningar um kennsluna „Þessi reynsla er áminning um að skólakerfið ber ábyrgð á því að tryggja að nemendur skilji grunnatriði áður en þeim eru sett fyrir verkefni sem byggjast á þeim. Ef 15 ára nemandi skilur ekki hvað rök eru, þá vaknar sú spurning hvað það segir um kennsluna sem hann hefur fengið,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki hægt að ala upp kynslóð sem skortir færni í rökhugsun þegar heimurinn er fullur af falsfréttum og efni sem er búið til af gervigreind. „Gervigreind hefur sýnt að hún getur framleitt sannfærandi texta, myndefni og fréttir sem eru byggðar á röngum eða skálduðum upplýsingum, oft án nokkurra heimildartilvitnana. Þegar slík tæki geta „ofskynjað“ (e. hallucinate) efni og búið til staðlausar „staðreyndir”, verður gagnrýnin hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Skólakerfið verður að leggja aukna áherslu á rökfræði, gagnrýna hugsun og hæfni til að greina á milli staðreynda og skáldskapar – því án þessara verkfæra er hætt við að ungt fólk verði leiksoppur þeirra sem vilja afvegaleiða það, villa um fyrir því og sannfæra það um hvað sem er,“ segir Guðmundur að lokum.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Réttindi barna Gervigreind Fjölmiðlar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira