Körfubolti

Elvar Már stiga­hæstur í enn einu tapinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már í leik með Íslandi.
Elvar Már í leik með Íslandi. vísir / anton

Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í liði Maroussi sem mátti þola enn eitt tapið í efstu deild gríska körfuboltans. Tryggvi Snær Hlinason var sömuleiðis í tapliði í efstu deild Spánar.

Elvar Már skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar þegar Maroussi tapaði með 13 stiga mun gegn Karditsas á útivelli, lokatölur 80-67.

Maroussi hefur aðeins unnið fimm deildarleiki af 20 til þessa á leiktíðinni og er í harðri fallbaráttu. Aðeins eitt lið fellur úr efstu deild Grikklands og sem stendur er liðið því fyrir ofan fallsæti.

Tryggvi Snær og félagar í Bilbao Basket máttu sín lítils gegn Valencia á útivelli, lokatölur 89-70. Tryggvi Snær skoraði sex stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. 

Bilbao er í 14. sæti með átta sigra í 22 leikjum. Alls eru 18 lið í deildinni og neðstu tvö falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×