Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. mars 2025 22:19 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp. Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir