Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 08:22 Mikil andstaða er við þungunarrofslöggjöfina í Póllandi, sem er afar hörð og er sögð hafa leitt til dauðsfalla. epa/Leszek Szymanski Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. „Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá. Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
„Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá.
Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira