Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 08:22 Mikil andstaða er við þungunarrofslöggjöfina í Póllandi, sem er afar hörð og er sögð hafa leitt til dauðsfalla. epa/Leszek Szymanski Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. „Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá. Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
„Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá.
Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila