Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar 6. mars 2025 14:18 Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Vegagerð Samgöngur Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar