Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2025 20:44 Flugvélin var við það að snerta flugbrautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu hreyflunum fullt afl. Egill Aðalsteinsson Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43
Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30