Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 15:03 Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Tjáningarfrelsi Donald Trump Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun