Nýir eigendur endurreisa Snúruna Árni Sæberg skrifar 5. mars 2025 10:56 Rakel Hlín, stofnandi Snúrunnar, og Birgitta Ósk, nýr verslunarstjóri og annar eigandi Snúrunnar. Snúran Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug. Í fréttatilkynningu segir að stofnendur verlsunarinnar og húsgagnaverslunin Bústoð hafa komist að samkomulagi um kaup Bústoðar á rekstri Snúrunnar og muni helstu vörumerki Snúrunnar halda áfram þegar Snúran opnar aftur, svo sem Design by Us, ByOn, Blomus, Jakobsdal, Dottir Nordic Design, Aida og DAY. Greint var frá því í nóvember að Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, hefði ákveðið að láta gott heita af rekstri verslunarinnar eftir tíu ára rekstur. Rakel verður nýjum eigendum innan handar Í tilkynningu segir að Rakel verði nýjum eigendum til ráðgjafar næstu mánuði til að gæta þess að sérkenni Snúrunnar haldi sér. Fyrirhugað sé að opna netverslun Snúrunnar og verslun að Miðhrauni 24 í Garðabænum í enda mars. „Við erum að stefna á að opna Snúruna í Garðabænum í lok mars. Fram að því munum við fá inn úrval af nýjum vörum frá birgjum Snúrunnar, en við tókum engar eldri vörur, heldur pöntum allt nýtt inn. Eins mun heimasíða Snúrunnar opna á sama tíma með mjög miklu vöruúrvali, bæði í gjafavöru og húsgögnum,“ er haft eftir Birgittu Ósk Helgadóttir, nýjum verslunarstjóra Snúrunnar. Hún, ásamt Björgvini Árnasyni, eigi og reki húsgagnaverslunina Bústoð. Þau búi samanlagt yfir þrjátíu ára reynslu af verslunarrekstri. Í kjölfar opnunar í Garðabænum sé stefnt að því að opna Snúruna í Reykjanesbæ með vorinu. Það séu því bjartir tímar framundan hjá Snúrunni. Muni lifa góðu lífi Haft er eftir Rakel Hlín að hún sé gríðarlega ánægð með þessar málalyktir. Þó að fyrirtækið sé komið í nýjar hendur muni hún áfram aðeins skipta sér af og vera til ráðgjafar um pantanir og annað slíkt. „Ég verð hins vegar að segja að eftir að hafa kynnst Birgittu í gegnum þetta ferli og meðal annars farið með henni á sýningu í París, hef ég trú á því að Snúran muni ekki bara lifa, heldur lifa góðu lífi hjá nýjum eiganda. Þess vegna líður mér svona vel með þessa niðurstöðu.“ Verslun Garðabær Tíska og hönnun Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að stofnendur verlsunarinnar og húsgagnaverslunin Bústoð hafa komist að samkomulagi um kaup Bústoðar á rekstri Snúrunnar og muni helstu vörumerki Snúrunnar halda áfram þegar Snúran opnar aftur, svo sem Design by Us, ByOn, Blomus, Jakobsdal, Dottir Nordic Design, Aida og DAY. Greint var frá því í nóvember að Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, hefði ákveðið að láta gott heita af rekstri verslunarinnar eftir tíu ára rekstur. Rakel verður nýjum eigendum innan handar Í tilkynningu segir að Rakel verði nýjum eigendum til ráðgjafar næstu mánuði til að gæta þess að sérkenni Snúrunnar haldi sér. Fyrirhugað sé að opna netverslun Snúrunnar og verslun að Miðhrauni 24 í Garðabænum í enda mars. „Við erum að stefna á að opna Snúruna í Garðabænum í lok mars. Fram að því munum við fá inn úrval af nýjum vörum frá birgjum Snúrunnar, en við tókum engar eldri vörur, heldur pöntum allt nýtt inn. Eins mun heimasíða Snúrunnar opna á sama tíma með mjög miklu vöruúrvali, bæði í gjafavöru og húsgögnum,“ er haft eftir Birgittu Ósk Helgadóttir, nýjum verslunarstjóra Snúrunnar. Hún, ásamt Björgvini Árnasyni, eigi og reki húsgagnaverslunina Bústoð. Þau búi samanlagt yfir þrjátíu ára reynslu af verslunarrekstri. Í kjölfar opnunar í Garðabænum sé stefnt að því að opna Snúruna í Reykjanesbæ með vorinu. Það séu því bjartir tímar framundan hjá Snúrunni. Muni lifa góðu lífi Haft er eftir Rakel Hlín að hún sé gríðarlega ánægð með þessar málalyktir. Þó að fyrirtækið sé komið í nýjar hendur muni hún áfram aðeins skipta sér af og vera til ráðgjafar um pantanir og annað slíkt. „Ég verð hins vegar að segja að eftir að hafa kynnst Birgittu í gegnum þetta ferli og meðal annars farið með henni á sýningu í París, hef ég trú á því að Snúran muni ekki bara lifa, heldur lifa góðu lífi hjá nýjum eiganda. Þess vegna líður mér svona vel með þessa niðurstöðu.“
Verslun Garðabær Tíska og hönnun Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira