Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Lovísa Arnardóttir skrifar 5. mars 2025 09:07 Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. Í þessu eru innifalin laun fyrir setu hennar í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þegar Heiða Björg hættir sem borgarstjóri fær hún samkvæmt samningi biðlaun í sex mánuði. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri er nú á biðlaunum í sex mánuði. Auk þessara launa fær Heiða samkvæmt ráðningarsamningi 155.453 krónur mánaðarlega í fastan starfskostnað. Auk þess kemur fram í ráðningarsamningi að borgarstjóri hafi embættisbifreið til umráða. Friðjón sagði það vekja furðu að borgarstjóri væri með hærri laun en forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg fær auk þess greiddar mánaðarlega 229.151 þúsund krónur vegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru samanlagt um þrjár milljónir. Auk þess fær Heiða Björg 854.470 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 milljónir króna. Hærri laun en forsætisráðherra Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði það vekja furðu á fundi borgarstjórnar í gær að Heiða Björg væri þá komin með hærri laun en forsætisráðherra, sem er með um 2,6 milljónir í mánaðarlaun, og spurði hvort það væri eðlilegt. Til samanburðar er forseti Íslands með um 3,9 milljónir í mánaðarlaun. Einar Þorsteinsson er á biðlaunum í sex mánuði sem borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna sagði laun kjörinna fulltrúa ekki eiga að vera launungarmál og sagði þetta nákvæmlega sama samning og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi, hefði fengið og að Einar væri að þiggja biðlaun samkvæmt þessum samningi næstu sex mánuði. Líf sagðist ekki skilja hvers vegna væri verið að gera laun borgarstjóra tortryggileg, launin væru opinber. Beri vott um gríðarlega sjálftöku Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meirihlutasamstarfið ekki byrja vel í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta ber vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi. Laun bæjarstjóra hér eru fráleitlega há, hærri en í stórum borgum erlendis. Borgarstjórinn í Reykjavík veitir forystu vinstri meirihlutasamstarfi sem vill væntanlega bæta kjör þeirra sem berjast í bökkun,“ segir Egill í færslunni. Fleiri taka undir þetta hjá honum á meðan nokkrir benda á að þetta séu sömu laun og Einar þáði sem borgarstjóri. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, til hægri, kom Heiðu til varnar á fundinum. Vísir/Vilhelm Ellen Jaqueline Calmon, framkvæmdastýra Píeta og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir þó á að fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi einnig sinnt starfi bæjarstjóra á sama tíma og hann var formaður. „Hún er með sömu laun og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri var með. Hann fer nú á 6 mánaða sömu biðlaun þrátt fyrir að hafa sagt upp starfinu sjálfur. Biðlaunatími hans er nánast jafn langur og starfstími hans sem borgarstjóri. Og ekki man ég eftir að launin hans hafi verið sérstaklega til umræðu þegar hann tók við. Svo er þetta dæmigerð feðraveldis umfjöllun. Konur mega ekki hafa há laun, alls ekki hærri en karlar og ekki mega þær heldur græða á hlutabréfum. Því þá eru þær gráðugar og alls ekki hjartgóðar....eins og feðraveldið vill hafa þetta. Fyrrverandi formaður Sambandsins var einnig bæjarstjóri samtímis svo það sé sagt,“ segir Ellen. Reykjavík Kjaramál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í þessu eru innifalin laun fyrir setu hennar í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þegar Heiða Björg hættir sem borgarstjóri fær hún samkvæmt samningi biðlaun í sex mánuði. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri er nú á biðlaunum í sex mánuði. Auk þessara launa fær Heiða samkvæmt ráðningarsamningi 155.453 krónur mánaðarlega í fastan starfskostnað. Auk þess kemur fram í ráðningarsamningi að borgarstjóri hafi embættisbifreið til umráða. Friðjón sagði það vekja furðu að borgarstjóri væri með hærri laun en forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg fær auk þess greiddar mánaðarlega 229.151 þúsund krónur vegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru samanlagt um þrjár milljónir. Auk þess fær Heiða Björg 854.470 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 milljónir króna. Hærri laun en forsætisráðherra Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði það vekja furðu á fundi borgarstjórnar í gær að Heiða Björg væri þá komin með hærri laun en forsætisráðherra, sem er með um 2,6 milljónir í mánaðarlaun, og spurði hvort það væri eðlilegt. Til samanburðar er forseti Íslands með um 3,9 milljónir í mánaðarlaun. Einar Þorsteinsson er á biðlaunum í sex mánuði sem borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna sagði laun kjörinna fulltrúa ekki eiga að vera launungarmál og sagði þetta nákvæmlega sama samning og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi, hefði fengið og að Einar væri að þiggja biðlaun samkvæmt þessum samningi næstu sex mánuði. Líf sagðist ekki skilja hvers vegna væri verið að gera laun borgarstjóra tortryggileg, launin væru opinber. Beri vott um gríðarlega sjálftöku Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meirihlutasamstarfið ekki byrja vel í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta ber vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi. Laun bæjarstjóra hér eru fráleitlega há, hærri en í stórum borgum erlendis. Borgarstjórinn í Reykjavík veitir forystu vinstri meirihlutasamstarfi sem vill væntanlega bæta kjör þeirra sem berjast í bökkun,“ segir Egill í færslunni. Fleiri taka undir þetta hjá honum á meðan nokkrir benda á að þetta séu sömu laun og Einar þáði sem borgarstjóri. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, til hægri, kom Heiðu til varnar á fundinum. Vísir/Vilhelm Ellen Jaqueline Calmon, framkvæmdastýra Píeta og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir þó á að fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi einnig sinnt starfi bæjarstjóra á sama tíma og hann var formaður. „Hún er með sömu laun og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri var með. Hann fer nú á 6 mánaða sömu biðlaun þrátt fyrir að hafa sagt upp starfinu sjálfur. Biðlaunatími hans er nánast jafn langur og starfstími hans sem borgarstjóri. Og ekki man ég eftir að launin hans hafi verið sérstaklega til umræðu þegar hann tók við. Svo er þetta dæmigerð feðraveldis umfjöllun. Konur mega ekki hafa há laun, alls ekki hærri en karlar og ekki mega þær heldur græða á hlutabréfum. Því þá eru þær gráðugar og alls ekki hjartgóðar....eins og feðraveldið vill hafa þetta. Fyrrverandi formaður Sambandsins var einnig bæjarstjóri samtímis svo það sé sagt,“ segir Ellen.
Reykjavík Kjaramál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04
Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45