Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. mars 2025 21:39 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, er talsamaður Innviðafélags Vestfjarða. Vísir/Arnar Innviðafélag Vestfjarða segir að áform Icelandair um að hætta flugi til Ísafjarðarflugvallar árið 2026 fela í sér bakslag fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Ákvörðunin undirstriki hversu brýnt það sé að huga af alvöru að staðsetningu og uppbyggingu flugvallarins á Ísafirði, til að auka flugöryggi og aðgengi mismunandi vélakosts. „Öruggar, tíðar og áreiðanlegar flugsamgöngur milli Ísafjarðar og Reykjavíkur eru lykilforsenda fyrir öryggi íbúa, lífsgæði þeirra og áframhaldandi samfélagslega og efnahagslega þróun svæðisins,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Staðan dragi skýrt fram nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist hratt við með auknum fjárfestingum í öðrum samgönguinnviðum, ekki síst á landi, til að tryggja stöðugleika og framtíð vaxtar og viðgangs á Vestfjörðum. Þá segir í tilkynningunni að árið 2018, sama ár og ákvörðun var tekin af flugmálayfirvöldum Grænlands að byggja nýja flugvelli þar, hafi verið svipuð umræða á Íslandi. „Þá lagði Guðjón S. Brjánsson þingmaður fram þingsályktunartillögu um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum. Því miður bar Alþingi ekki gæfa til að afgreiða það þingmál og eftir sitja Vestfirðir án flugvallar sem sinnt getur almennu farþegaflugi.“ „Innviðafélag Vestfjarða hvetur stjórnvöld eindregið til að grípa þegar til að hefja stðarvalskönnun um nýjan flugvöll á Ísafirðir og tryggja reglulegar flugsamgöngur sem og öflugar samgöngur á landi og styðja þannig við áframhaldandi efnahagsævintýri á Vestfjörðum.“ Samgönguráðherra sagði fyrr í dag að ákvörðun Icelandair væru slæm tíðindi. Til stæði að tryggja áframhaldandi flug til Ísafjarðar eftir næsta sumar. Yfirlýsing Innviðafélagsins í heild sinni: Icelandair tilkynnti í gær áform sín um að hætta flugi til Ísafjarðarflugvallar árið 2026 þegar nýir flugvellir opna í Grænlandi sem Icelandair getur þjónustað með stærri flugvélum. Þá verður Ísafjarðarflugvöllur eini flugvöllurinn í leiðarkerfi Icelandair sem krefst minnstu flugvélategundar félagsins. Þessi ákvörðun felur í sér bakslag fyrir samfélagið á Vestfjörðum og skapar óvissu um framtíðarhorfur svæðisins. Ákvörðun Icelandair undirstrikar jafnframt hversu brýnt það er að huga af alvöru að staðsetningu og uppbyggingu flugvallarins á Ísafirði til að auka flugöryggi og aðgengi mismunandi vélakosts. Árið 2018, sama ár og ákvörðun var tekin af flugmálayfirvöldum Grænlands að byggja nýja flugvelli þar, var svipuð umræða á Íslandi. Þá lagði Guðjón S. Brjánsson þingmaður fram þingsályktunartillögu um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum. Því miður bar Alþingi ekki gæfa til að afgreiða það þingmál og eftir sitja Vestfirðir án flugvallar sem sinnt getur almennu farþegaflugi. Öruggar, tíðar og áreiðanlegar flugsamgöngur milli Ísafjarðar og Reykjavíkur eru lykilforsenda fyrir öryggi íbúa, lífsgæði þeirra og áframhaldandi samfélagslega og efnahagslega þróun svæðisins. Jafnframt dregur þessi staða skýrt fram nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist hratt við með auknum fjárfestingum í öðrum samgönguinnviðum, ekki síst á landi, til að tryggja stöðugleika og framtíð vaxtar og viðgangs á Vestfjörðum. Innviðafélag Vestfjarða hvetur stjórnvöld eindregið til að grípa þegar til að hefja stðarvalskönnun um nýjan flugvöll á Ísafirðir og tryggja reglulegar flugsamgöngur sem og öflugar samgöngur á landi og styðja þannig við áframhaldandi efnahagsævintýri á Vestfjörðum. f.h. Innviðafélags Vestfjarða, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, talsmaður Ísafjarðarbær Samgöngur Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. 4. mars 2025 11:41 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
„Öruggar, tíðar og áreiðanlegar flugsamgöngur milli Ísafjarðar og Reykjavíkur eru lykilforsenda fyrir öryggi íbúa, lífsgæði þeirra og áframhaldandi samfélagslega og efnahagslega þróun svæðisins,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Staðan dragi skýrt fram nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist hratt við með auknum fjárfestingum í öðrum samgönguinnviðum, ekki síst á landi, til að tryggja stöðugleika og framtíð vaxtar og viðgangs á Vestfjörðum. Þá segir í tilkynningunni að árið 2018, sama ár og ákvörðun var tekin af flugmálayfirvöldum Grænlands að byggja nýja flugvelli þar, hafi verið svipuð umræða á Íslandi. „Þá lagði Guðjón S. Brjánsson þingmaður fram þingsályktunartillögu um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum. Því miður bar Alþingi ekki gæfa til að afgreiða það þingmál og eftir sitja Vestfirðir án flugvallar sem sinnt getur almennu farþegaflugi.“ „Innviðafélag Vestfjarða hvetur stjórnvöld eindregið til að grípa þegar til að hefja stðarvalskönnun um nýjan flugvöll á Ísafirðir og tryggja reglulegar flugsamgöngur sem og öflugar samgöngur á landi og styðja þannig við áframhaldandi efnahagsævintýri á Vestfjörðum.“ Samgönguráðherra sagði fyrr í dag að ákvörðun Icelandair væru slæm tíðindi. Til stæði að tryggja áframhaldandi flug til Ísafjarðar eftir næsta sumar. Yfirlýsing Innviðafélagsins í heild sinni: Icelandair tilkynnti í gær áform sín um að hætta flugi til Ísafjarðarflugvallar árið 2026 þegar nýir flugvellir opna í Grænlandi sem Icelandair getur þjónustað með stærri flugvélum. Þá verður Ísafjarðarflugvöllur eini flugvöllurinn í leiðarkerfi Icelandair sem krefst minnstu flugvélategundar félagsins. Þessi ákvörðun felur í sér bakslag fyrir samfélagið á Vestfjörðum og skapar óvissu um framtíðarhorfur svæðisins. Ákvörðun Icelandair undirstrikar jafnframt hversu brýnt það er að huga af alvöru að staðsetningu og uppbyggingu flugvallarins á Ísafirði til að auka flugöryggi og aðgengi mismunandi vélakosts. Árið 2018, sama ár og ákvörðun var tekin af flugmálayfirvöldum Grænlands að byggja nýja flugvelli þar, var svipuð umræða á Íslandi. Þá lagði Guðjón S. Brjánsson þingmaður fram þingsályktunartillögu um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum. Því miður bar Alþingi ekki gæfa til að afgreiða það þingmál og eftir sitja Vestfirðir án flugvallar sem sinnt getur almennu farþegaflugi. Öruggar, tíðar og áreiðanlegar flugsamgöngur milli Ísafjarðar og Reykjavíkur eru lykilforsenda fyrir öryggi íbúa, lífsgæði þeirra og áframhaldandi samfélagslega og efnahagslega þróun svæðisins. Jafnframt dregur þessi staða skýrt fram nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist hratt við með auknum fjárfestingum í öðrum samgönguinnviðum, ekki síst á landi, til að tryggja stöðugleika og framtíð vaxtar og viðgangs á Vestfjörðum. Innviðafélag Vestfjarða hvetur stjórnvöld eindregið til að grípa þegar til að hefja stðarvalskönnun um nýjan flugvöll á Ísafirðir og tryggja reglulegar flugsamgöngur sem og öflugar samgöngur á landi og styðja þannig við áframhaldandi efnahagsævintýri á Vestfjörðum. f.h. Innviðafélags Vestfjarða, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, talsmaður
Icelandair tilkynnti í gær áform sín um að hætta flugi til Ísafjarðarflugvallar árið 2026 þegar nýir flugvellir opna í Grænlandi sem Icelandair getur þjónustað með stærri flugvélum. Þá verður Ísafjarðarflugvöllur eini flugvöllurinn í leiðarkerfi Icelandair sem krefst minnstu flugvélategundar félagsins. Þessi ákvörðun felur í sér bakslag fyrir samfélagið á Vestfjörðum og skapar óvissu um framtíðarhorfur svæðisins. Ákvörðun Icelandair undirstrikar jafnframt hversu brýnt það er að huga af alvöru að staðsetningu og uppbyggingu flugvallarins á Ísafirði til að auka flugöryggi og aðgengi mismunandi vélakosts. Árið 2018, sama ár og ákvörðun var tekin af flugmálayfirvöldum Grænlands að byggja nýja flugvelli þar, var svipuð umræða á Íslandi. Þá lagði Guðjón S. Brjánsson þingmaður fram þingsályktunartillögu um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum. Því miður bar Alþingi ekki gæfa til að afgreiða það þingmál og eftir sitja Vestfirðir án flugvallar sem sinnt getur almennu farþegaflugi. Öruggar, tíðar og áreiðanlegar flugsamgöngur milli Ísafjarðar og Reykjavíkur eru lykilforsenda fyrir öryggi íbúa, lífsgæði þeirra og áframhaldandi samfélagslega og efnahagslega þróun svæðisins. Jafnframt dregur þessi staða skýrt fram nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist hratt við með auknum fjárfestingum í öðrum samgönguinnviðum, ekki síst á landi, til að tryggja stöðugleika og framtíð vaxtar og viðgangs á Vestfjörðum. Innviðafélag Vestfjarða hvetur stjórnvöld eindregið til að grípa þegar til að hefja stðarvalskönnun um nýjan flugvöll á Ísafirðir og tryggja reglulegar flugsamgöngur sem og öflugar samgöngur á landi og styðja þannig við áframhaldandi efnahagsævintýri á Vestfjörðum. f.h. Innviðafélags Vestfjarða, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, talsmaður
Ísafjarðarbær Samgöngur Fréttir af flugi Byggðamál Tengdar fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. 4. mars 2025 11:41 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. 4. mars 2025 11:41