Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 20:02 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur þegar ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Vísir/Anton Brink Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Forseti Íslands Rekstur hins opinbera Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Forseti Íslands Rekstur hins opinbera Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira