Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Jakob Bjarnar og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 4. mars 2025 13:40 Eftir afgerandi stuðningsyfirlýsingu við Úkraínu situr Þorgerður Katrín undir árásum á X, þar ganga glósurnar yfir hana: Rússneski herinn getur farið að pakka saman því sá íslenski er á leiðinni. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist standa við yfirlýsingar sínar varðandi Úkraínu og hefur ekki í hyggju að rifa seglin. Þorgerður Katrín er óvænt orðin ein helsta stjarnan á X eftir að hún skrifaði, í kjölfar frægs fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Volodymyrs Zelenskyy forseta Úkraínu það að Ísland stæði með Úkraínu. „Þið eruð ekki ein. Af öllu hjarta styður Ísland Úkraínu í leit þeirra að friði og réttlæti gegn ólögmætri árás Rússa.“ Þorgerður Katrín er ekki blámerkt á X, en þannig merkir Elon Musk eigandi miðilsins þá sem hafa keypt sér sérstaka dreifingu á samfélagsmiðlinum. Síðast var Þorgerður Katrín með 17 læk en nú bregður svo við að hún er 63 þúsund læk, tæplega fjögur þúsund svör og 6.700 manns hafa dreift færslunni. Rússneski herinn búinn – íslenski herinn er á leiðinni Og ekki eru svörin jákvæð heldur fyrst og síðast háðsk. „Oh, no,“ segir Michael Brasher. „Örlög rússneska hersins eru ráðin. Íslenski herinn er á leið til bjargar.“ Og þannig gengur dælan og er reyndar ótrúlegt að lesa sumar athugasemdirnar. Iceland stands with Ukraine. You are not alone. We wholeheartedly support Ukraine in their quest for just and lasting peace against the unprovoked and unlawful Russian aggression.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 28, 2025 Fréttamaður fréttastofu spurði Þorgerði Katrínu út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, út í þessi neikvæðu viðbrögð. Er þetta til marks um að erfitt geti reynst fyrir Ísland að vera með svona yfirlýsingar? „Nei, síður en svo. Ég held að það skipti miklu máli að Ísland standi við og standi með þeim gildum sem við höfum staðið með í gegnum tíðina.“ Verið að reyna að hræða úr okkur líftóruna Þorgerður Katrín sagði sem dæmi að Ísland hefði ekki gefið út yfirlýsingar á borð við viðurkenningu á sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna og Krótatíu, en við vorum fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, ef samfélagsmiðlar hefðu ráðið för. „Það er verið að reyna að hræða úr okkur líftóruna. Nei, það sem við höfum, eitt af því er röddin okkar.“ Þorgerður Katrín lýsti því jafnframt yfir að henni hafi þótt vænt um að Ísland væri í þeim hópi ríkja sem Úkraína dró sérstaklega fram þegar nefnt var að yfirlýsingin hefði skipt miklu máli. „Við vitum það að það eru nettröll og ég hef verið vöruð við því á fundum með hinum og þessum á síðustu vikum, að við megum búast við því að fókusinn fari meira á okkur þegar við erum að taka svona eindregna afstöðu með Úkraínu. Líka í öðrum alþjóðlegum málum sem lönd hafa skoðanir á en við erum ekkert að láta nein nettröll hrekja okkur af leið. Fyrst og síðast stöndum við með lýðræðinu, mannréttindum og friði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfélagsmiðlar Úkraína Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. 4. mars 2025 10:52 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Þorgerður Katrín er óvænt orðin ein helsta stjarnan á X eftir að hún skrifaði, í kjölfar frægs fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Volodymyrs Zelenskyy forseta Úkraínu það að Ísland stæði með Úkraínu. „Þið eruð ekki ein. Af öllu hjarta styður Ísland Úkraínu í leit þeirra að friði og réttlæti gegn ólögmætri árás Rússa.“ Þorgerður Katrín er ekki blámerkt á X, en þannig merkir Elon Musk eigandi miðilsins þá sem hafa keypt sér sérstaka dreifingu á samfélagsmiðlinum. Síðast var Þorgerður Katrín með 17 læk en nú bregður svo við að hún er 63 þúsund læk, tæplega fjögur þúsund svör og 6.700 manns hafa dreift færslunni. Rússneski herinn búinn – íslenski herinn er á leiðinni Og ekki eru svörin jákvæð heldur fyrst og síðast háðsk. „Oh, no,“ segir Michael Brasher. „Örlög rússneska hersins eru ráðin. Íslenski herinn er á leið til bjargar.“ Og þannig gengur dælan og er reyndar ótrúlegt að lesa sumar athugasemdirnar. Iceland stands with Ukraine. You are not alone. We wholeheartedly support Ukraine in their quest for just and lasting peace against the unprovoked and unlawful Russian aggression.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 28, 2025 Fréttamaður fréttastofu spurði Þorgerði Katrínu út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, út í þessi neikvæðu viðbrögð. Er þetta til marks um að erfitt geti reynst fyrir Ísland að vera með svona yfirlýsingar? „Nei, síður en svo. Ég held að það skipti miklu máli að Ísland standi við og standi með þeim gildum sem við höfum staðið með í gegnum tíðina.“ Verið að reyna að hræða úr okkur líftóruna Þorgerður Katrín sagði sem dæmi að Ísland hefði ekki gefið út yfirlýsingar á borð við viðurkenningu á sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna og Krótatíu, en við vorum fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, ef samfélagsmiðlar hefðu ráðið för. „Það er verið að reyna að hræða úr okkur líftóruna. Nei, það sem við höfum, eitt af því er röddin okkar.“ Þorgerður Katrín lýsti því jafnframt yfir að henni hafi þótt vænt um að Ísland væri í þeim hópi ríkja sem Úkraína dró sérstaklega fram þegar nefnt var að yfirlýsingin hefði skipt miklu máli. „Við vitum það að það eru nettröll og ég hef verið vöruð við því á fundum með hinum og þessum á síðustu vikum, að við megum búast við því að fókusinn fari meira á okkur þegar við erum að taka svona eindregna afstöðu með Úkraínu. Líka í öðrum alþjóðlegum málum sem lönd hafa skoðanir á en við erum ekkert að láta nein nettröll hrekja okkur af leið. Fyrst og síðast stöndum við með lýðræðinu, mannréttindum og friði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfélagsmiðlar Úkraína Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. 4. mars 2025 10:52 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. 4. mars 2025 10:52
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07