Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Lovísa Arnardóttir skrifar 4. mars 2025 13:32 Þegar nýju salirnir opna í haust verða alls sjö kvikmyndasalir í Smárabíó. Smárabíó Bæta á tveimur bíósölum við Smárabíó og uppfæra skemmtisvæði bíósins. Á sama tíma er unnið að endurnýjun og fjölgun veitingastaða í austurenda Smáralindar. Gert er ráð fyrir því að þrettán nýir veitingastaðir bætist við þar. Nýir bíósalir opna í haust. Í Smárabíó eru fyrir fimm bíósalir sem rúma um þúsund manns samanlagt. „Aðsóknin í Smárabíó og á skemmtisvæðið okkar hefur verið með besta móti og því var ákveðið að ráðast í stækkun og endurbætur á sama tíma og Smáralind hófst handa viðfrekari stækkun og endurnýjun á veitingasvæðinu í austurendanum. Hjá Smárabíó bætast við tveir nýir bíósalir, gólfpláss bíósvæðisins eykst til muna og skemmtisvæðið okkar verður uppfært verulega“ segir Konstantín Mikaelsson, framkvæmdastjóri Smárabíós, í tilkynningu um málið. Bíóið í fullum rekstri á meðan Hann segir upplifun gesta verða enn betri með þessum breytingum. Þá muni úrval kvikmynda aukast þegar nýju salirnir verða opnaðir í haust. Samkvæmt tilkynningu er stefnt að því að framkvæmdir á skemmtisvæðinu muni hefjast fyrir áramót. Á skemmtisvæðinu verður boðið upp á skemmtun fyrir allra handa vinahópa, fjölskyldur, afmælishópa, fyrirtæki og einstaklinga. Hann ítrekar að Smárabíó verður í fullum rekstri meðan á þessum breytingum stendur. „Þetta verður mikil breyting fyrir bíógesti hjá Smárabíói sem eiga eftir að njóta enn meiri þæginda í nýjum bíósölum innan fárra mánaða,“ segir Konstantín. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt veitingasvæði og verða þar, samkvæmt tilkynningunni, veitingastaðir sem munu bjóða upp á allt frá skyndibitum til fínni veitinga. Kvikmyndahús Smáralind Kópavogur Veitingastaðir Tengdar fréttir Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. 21. nóvember 2024 10:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
„Aðsóknin í Smárabíó og á skemmtisvæðið okkar hefur verið með besta móti og því var ákveðið að ráðast í stækkun og endurbætur á sama tíma og Smáralind hófst handa viðfrekari stækkun og endurnýjun á veitingasvæðinu í austurendanum. Hjá Smárabíó bætast við tveir nýir bíósalir, gólfpláss bíósvæðisins eykst til muna og skemmtisvæðið okkar verður uppfært verulega“ segir Konstantín Mikaelsson, framkvæmdastjóri Smárabíós, í tilkynningu um málið. Bíóið í fullum rekstri á meðan Hann segir upplifun gesta verða enn betri með þessum breytingum. Þá muni úrval kvikmynda aukast þegar nýju salirnir verða opnaðir í haust. Samkvæmt tilkynningu er stefnt að því að framkvæmdir á skemmtisvæðinu muni hefjast fyrir áramót. Á skemmtisvæðinu verður boðið upp á skemmtun fyrir allra handa vinahópa, fjölskyldur, afmælishópa, fyrirtæki og einstaklinga. Hann ítrekar að Smárabíó verður í fullum rekstri meðan á þessum breytingum stendur. „Þetta verður mikil breyting fyrir bíógesti hjá Smárabíói sem eiga eftir að njóta enn meiri þæginda í nýjum bíósölum innan fárra mánaða,“ segir Konstantín. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt veitingasvæði og verða þar, samkvæmt tilkynningunni, veitingastaðir sem munu bjóða upp á allt frá skyndibitum til fínni veitinga.
Kvikmyndahús Smáralind Kópavogur Veitingastaðir Tengdar fréttir Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. 21. nóvember 2024 10:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. 21. nóvember 2024 10:15