Kennarar samþykkja kjarasamning Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. mars 2025 12:32 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink 92,85 prósent félagsfólks Kennarasambands Íslands samþykkti nýjan kjarasamning Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög. Kjörsókn var 76 prósent. Sex prósent sögðu nei og eitt prósent atkvæðaseðla voru auðir eða ógildir. Hinn nýi samningur gildir til 31. mars 2028. Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira