Innlent

Kynna hag­ræðingar­tillögur ríkis­stjórnarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun kynna tillögurnar ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra og Birni Inga Victorssyni á fundinum sem hefst klukkan 14:45.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun kynna tillögurnar ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra og Birni Inga Victorssyni á fundinum sem hefst klukkan 14:45. Vísir/Vilhelm

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar mun kynna tillögur sínar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:45 í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, en sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. 

Á fundinum verða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Björn Ingi Victorsson, formaður hagræðingarhópsins.

Fjögurra manna starfshópur var skipaður í janúar til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem bárust ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Skila átti tillögum fyrir 28. febrúar og að kom fram að einhverjar þeirra ættu að nýtast strax í vor. Fjármálaáætlun myndi einnig taka mið af vinnu hópsins.

Þau sem skipuðu hópinn voru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi var formaður hópsins.

Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri eftir ákall Kristrúnar, en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund.


Tengdar fréttir

Hagræðingartillögur í yfirlestri

Til stendur að kynna hagræðingartillögur starfshóps forsætisráðherra úr tillögum almennings á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn. Þetta staðfestir formaður starfshópsins í samtali við fréttastofu. Til stóð að hópurinn lyki vinnu sinni í lok febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×