Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar 3. mars 2025 21:30 Þegar náungans veggur brennur er þínum hætt, segir Hóras. Þessi sannindi rómverska skáldsins eiga ekkert síður við á okkar dögum en þegar þeim var varpað fram á fyrstu öld fyrir Krist. Evrópuþjóðir telja sér vaxandi hættu búna, takist Rússum að sigrast á Úkraínu. Af þeim sökum þurfi að draga varnarlínu vestrænna lýðræðisríkja í austurhluta Úkraínu frekar en við landamæri Póllands eða Eystrasaltsríkja. Í augum Rússa er þessu öfugt farið. Þeir líta svo á að vestræn ríki undir forystu Bandaríkjanna hafi vegið að rússnesku þjóðaröryggi, m.a. með útþenslu NATO og markvissri hervæðingu Úkraínu. Snúi þau ekki baki við þessaru stefnu, eigi Rússar engan kost annan en að halda yfirstandandi aðgerðum sínum í Úkraínu til streitu. Þessar skörpu mótsetningar bera vitni kunnuglegu en sígildu fyrirbæri í samskiptum ríkja: að ráðstafanir sem einn aðili grípur til sjálfum sér til varnar geti komið öðrum fyrir sjónir sem ögrun við hans eigið öryggi. Í aldanna rás hefur sagan sýnt að hafi hvorugur aðilinn verið reiðubúinn til að horfast í augu við þessa þverstæðu og taka tillit til öryggishagsmuna hins, hafi þrautalendingin oft orðið sú að útkljá þyrfti ósættið með vopnavaldi. Nú er öldin önnur. Svo er framförum í drápstækni og vísindum fyrir að þakka að næsta útilokað er að hernaðarlegt stórveldi eigi þess lengur kost að sækja til sigurs gegn öðru á vígvelli, nema með því að taka jafnframt áhættu af eigin útrýmingu. Því ætti engum að koma á óvart að hernaðarstórveldin tvö, Bandaríkin og Rússland, sem samanlagt ráða yfir gereyðingarvopnum sem nægja myndu til að að tortíma lífi á jörðinni nokkrum sinnum, hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir þriggja ára staðgöngustríð þeirra í Úkraínu, að þau standi nú á örlagaríkum krossgötum. Á þeim krossgötum er í grófum dráttum um tvær leiðir að velja, að halda stríðinu áfram eða freista þess að leiða það til lykta í diplómatískum viðræðum. Fyrri kosturinn, sem nokkur reynsla er þegar fenginn af, hefur ekki gefist vestrænum ríkjum vel. Þrátt fyrir dyggilegan stuðning þeirra, hergagnaflutninga, fjárhagsaðstoð og þvingunaraðgerðir, hefur enn ekki tekist að stöðva hina seigbítandi framrás rússnesku mulningsvélarinnar í Úkraínu. Að því gefnu að vestræn riki vilji ekki taka áhættu af frekari stigmögnun átakanna, virðist fátt geta forðað hinum ógæfusömu fórnarlömbum þeirra frá áframhaldandi blóðtöku og eyðileggingu. Er það ekki síst af þeirri ástæðu sem seinni kosturinn, að reyna að binda endi á stríðið, er nú uppi á teningnum, þótt enginn sjái fyrir hvort tilraunir í þá átt muni á endanum bera tilætlaðan árangur. Við þessar aðstæður bregður svo við við að Evrópuríkin vilja mörg hver stinga við fótum. Óttast þau, ef samningaviðræður takast á milli Bandaríkjanna og Rússlands, um m.a. endalok átakanna í Úkraínu, að það kunni að leiða til þess að Bandaríkin kalli með tímanum herlið sitt á brott frá álfunni. Afleiðingin yrði þá sú að þau sjálf myndu neyðast til að taka fulla ábyrgð af eigin vörnum. Veikleikar Evrópuríkjanna, sem rekja má ekki síst til áralangrar vanrækslu þeirra sjálfra í varnarmálum, eiga ríkan þátt í því að þau reyna nú til þrautar að draga Úkraínustríðið á langinn og koma í veg fyrir að Bandaríkin dragi sig út úr því. Rifjar það óneitanlega upp þau grátbroslegu ummæli Þórelfar móður Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu að “aldrei skyldi góður dreingur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður var í boði”. Frá því tvíhliða varnarsamningurinn var gerður hefur íslenska þjóðin átt farsælt samstarf við Bandaríkin sem gert hefur henni m.a. kleift að tala máli friðar á erlendum vettvangi. Nyti samstarfsins við Bandaríkin ekki lengur við, væri vörnum landsins illa fyrir komið, enda ljóst að Evrópuríki, sem Ísland vill annars eiga náin og uppbyggileg samskipti við, hafa í fyrirsjáanlegri framtíð enga burði til að leysa Bandaríkin af hólmi. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu, væri mikið til þess vinnandi að staða Íslands í varnarsamstarfi yrði ekki höfð að leiksoppi afla sem freista vilja þess að gera samskipti Íslands og Bandaríkjanna tortryggileg. Verði það látið gerast, gæti afleiðingin orðið sú að veggurinn okkar og náungans yrði óburðugri en áður og fyrir vikið einnig eldfimari. Höfundur er fyrrverandi sendirherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Þegar náungans veggur brennur er þínum hætt, segir Hóras. Þessi sannindi rómverska skáldsins eiga ekkert síður við á okkar dögum en þegar þeim var varpað fram á fyrstu öld fyrir Krist. Evrópuþjóðir telja sér vaxandi hættu búna, takist Rússum að sigrast á Úkraínu. Af þeim sökum þurfi að draga varnarlínu vestrænna lýðræðisríkja í austurhluta Úkraínu frekar en við landamæri Póllands eða Eystrasaltsríkja. Í augum Rússa er þessu öfugt farið. Þeir líta svo á að vestræn ríki undir forystu Bandaríkjanna hafi vegið að rússnesku þjóðaröryggi, m.a. með útþenslu NATO og markvissri hervæðingu Úkraínu. Snúi þau ekki baki við þessaru stefnu, eigi Rússar engan kost annan en að halda yfirstandandi aðgerðum sínum í Úkraínu til streitu. Þessar skörpu mótsetningar bera vitni kunnuglegu en sígildu fyrirbæri í samskiptum ríkja: að ráðstafanir sem einn aðili grípur til sjálfum sér til varnar geti komið öðrum fyrir sjónir sem ögrun við hans eigið öryggi. Í aldanna rás hefur sagan sýnt að hafi hvorugur aðilinn verið reiðubúinn til að horfast í augu við þessa þverstæðu og taka tillit til öryggishagsmuna hins, hafi þrautalendingin oft orðið sú að útkljá þyrfti ósættið með vopnavaldi. Nú er öldin önnur. Svo er framförum í drápstækni og vísindum fyrir að þakka að næsta útilokað er að hernaðarlegt stórveldi eigi þess lengur kost að sækja til sigurs gegn öðru á vígvelli, nema með því að taka jafnframt áhættu af eigin útrýmingu. Því ætti engum að koma á óvart að hernaðarstórveldin tvö, Bandaríkin og Rússland, sem samanlagt ráða yfir gereyðingarvopnum sem nægja myndu til að að tortíma lífi á jörðinni nokkrum sinnum, hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir þriggja ára staðgöngustríð þeirra í Úkraínu, að þau standi nú á örlagaríkum krossgötum. Á þeim krossgötum er í grófum dráttum um tvær leiðir að velja, að halda stríðinu áfram eða freista þess að leiða það til lykta í diplómatískum viðræðum. Fyrri kosturinn, sem nokkur reynsla er þegar fenginn af, hefur ekki gefist vestrænum ríkjum vel. Þrátt fyrir dyggilegan stuðning þeirra, hergagnaflutninga, fjárhagsaðstoð og þvingunaraðgerðir, hefur enn ekki tekist að stöðva hina seigbítandi framrás rússnesku mulningsvélarinnar í Úkraínu. Að því gefnu að vestræn riki vilji ekki taka áhættu af frekari stigmögnun átakanna, virðist fátt geta forðað hinum ógæfusömu fórnarlömbum þeirra frá áframhaldandi blóðtöku og eyðileggingu. Er það ekki síst af þeirri ástæðu sem seinni kosturinn, að reyna að binda endi á stríðið, er nú uppi á teningnum, þótt enginn sjái fyrir hvort tilraunir í þá átt muni á endanum bera tilætlaðan árangur. Við þessar aðstæður bregður svo við við að Evrópuríkin vilja mörg hver stinga við fótum. Óttast þau, ef samningaviðræður takast á milli Bandaríkjanna og Rússlands, um m.a. endalok átakanna í Úkraínu, að það kunni að leiða til þess að Bandaríkin kalli með tímanum herlið sitt á brott frá álfunni. Afleiðingin yrði þá sú að þau sjálf myndu neyðast til að taka fulla ábyrgð af eigin vörnum. Veikleikar Evrópuríkjanna, sem rekja má ekki síst til áralangrar vanrækslu þeirra sjálfra í varnarmálum, eiga ríkan þátt í því að þau reyna nú til þrautar að draga Úkraínustríðið á langinn og koma í veg fyrir að Bandaríkin dragi sig út úr því. Rifjar það óneitanlega upp þau grátbroslegu ummæli Þórelfar móður Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu að “aldrei skyldi góður dreingur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður var í boði”. Frá því tvíhliða varnarsamningurinn var gerður hefur íslenska þjóðin átt farsælt samstarf við Bandaríkin sem gert hefur henni m.a. kleift að tala máli friðar á erlendum vettvangi. Nyti samstarfsins við Bandaríkin ekki lengur við, væri vörnum landsins illa fyrir komið, enda ljóst að Evrópuríki, sem Ísland vill annars eiga náin og uppbyggileg samskipti við, hafa í fyrirsjáanlegri framtíð enga burði til að leysa Bandaríkin af hólmi. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu, væri mikið til þess vinnandi að staða Íslands í varnarsamstarfi yrði ekki höfð að leiksoppi afla sem freista vilja þess að gera samskipti Íslands og Bandaríkjanna tortryggileg. Verði það látið gerast, gæti afleiðingin orðið sú að veggurinn okkar og náungans yrði óburðugri en áður og fyrir vikið einnig eldfimari. Höfundur er fyrrverandi sendirherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum og ESB.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun