Viðskipti innlent

Himin­háar kröfur í gal­tóm bú veitinga­manna á Akur­eyri

Árni Sæberg skrifar
Frá Hamborgarafabrikkunni á Akureyri.
Frá Hamborgarafabrikkunni á Akureyri. Fabrikkan

Ekkert fékkst upp í ríflega 120 milljóna króna kröfur í þrotabú tveggja einkahlutafélaga hjóna sem ráku veitingastaði á Akureyri, meðal annars útibú keðjanna Hamborgarafabrikkunnar, Lemon og Blackbox þar í bæ.

Um er að ræða fimmtíu milljóna króna gjaldþrot Norðursteikur ehf. annars vegar og Kósku ehf. hins vegar. Bæði félög voru í jafnri eigu veitingamannanna og hjónanna Jóhanns Stefánssonar og Katrínar Óskar Ómarsdóttur.

Samkvæmt Creditinfo var tilgangur Kósku skráður rekstur veitingastaðar á Akureyri undir vörumerkinu Lemon. Sá var opnaður árið 2017. Í nýjasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2021, segir að félagið hafi verið rekið með tíu milljóna króna tapi og eigið fé þess neikvætt um tíu milljónir króna.

Tilgangur Norðursteikur er skráður rekstur veitingastaða á Akureyri og önnur skyld starfsemi. Hjónin hafa rekið bæði Hamborgarafabrikkuna og Blackbox á Akureyri en ekki liggur fyrir hvort félagið hélt utan um rekstur þeirra staða. Þeim hefur báðum verið lokað.

Samkvæmt ársreikningum félagsins fyrir árið 2019, 2020 og 2021 var félagið rekið með sextíu milljóna króna tapi. Nýrri ársreikningur liggur ekki fyrir. Í ársreikningi fyrir árið 2021 segir að Covid-19 hafi haft mikil áhrif á rekstur félagsins árin 2020 og 2021 og því væri óvissa um rekstrarhæfi félagins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×