Maskadagur á Ísafirði Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 3. mars 2025 16:14 Ofurspenntir bræður á afmælis-, Bollu- og Maskadegi. Harpa María Móðir á Ísafirði hefur í nægu að snúast enda ber bolludag og maskadag upp á afmælisdag sex ára sonar hennar. Já, maskadagur er haldinn hátíðlegur vestur á fjörðum en fyrir vikið er lítið um fagnaðarlæti á öskudaginn sjálfan líkt og annarsstaðar á landinu - í það minnsta á Ísafirði. Í sjöundu viku fyrir páska eru þrír hátíðisdagar sem eiga sérstakan stað í þjóðarsálinni hér á landi en þó eru siðirnir sem þessum dögum fylgja misjafnir eftir landshlutum. Á mánudeginum er bolludagurinn þar sem flestir landsmenn reyna að innbyrða sem mest af bollum. Á þriðjudeginum tekur svo við sprengidagur þar sem saltkjöt og baunir vermir diskinn og á miðvikudeginum er svo öskudagur. Maskadagurinn Hinsvegar er hefðin á Ísafirði, Bolungarvík og nágrenni sú að á bolludegi er einnig haldinn hátíðlegur svokallaður maskadagur. Ólöf Anna Benediktsdóttir skólaritari Grunnskólans á Ísafirði sagði í stuttu viðtali við Vísi að þá fari börnin í búning og svo er haldið maskaball í grunnskólum og leikskólum fyrir vestan. Þegar myrkrið skellur svo á fara börnin að „maska“ en þá ganga börn í hús og banka upp á hjá fólki í bænum sem gefur þeim sælgæti, ekki ósvipað amerísku hefðinni á hrekkjavökunni sem er heldur betur að festa sig í sessi hér á landi. Um Maskadag Maskadagurinn er haldinn á Ísafirði, Bolungarvík og nágrenni. Uppruna hans má rekja aftur til síðari hluta 19. aldar líkt og bolludaginn og hefur hann haldist síðan. Upp úr 1940 var farið að halda grímudansleiki og krakkar eignuðust daginn en upphaflega tóku fullorðnir líka þátt í leiknum og hefur þessi siður haldist síðan. Ólíkt þeim söng sem tíðkast á öskudaginn var líka sú hefð áður fyrr að leika stutt leikrit og átti þá sá sem verið var að betla af að geta sér til um hverjir það væru sem földu sig bakvið grímur og búninga. Sá siður hefur þó lagst af og grímubúningar og söngur eins og á öskudeginum tekið alfarið við. Lengst af var bara gengið í hús en í seinni tíð hafa krakkar farið að fara í verslanir og fyrirtæki fyrri part dags líkt og tíðkast á öskudaginni en á kvöldin er gengið í heimahús. Sökum þessa fá krakkarnir frí á sprengidag en ekki á öskudag líkt og þekkist annars staðar á landinu. Fyrir vestan er Öskudagurinn ekki haldinn hátíðlegur nema að því leyti að einhverjir sækja í gömlu hefðina að hengja öskupoka á aðra. En búningarnir verða eftir heima því fyrir vestan er maskadagurinn á bolludaginn sá dagur sem börnin fara í búning og syngja fyrir sælgætinu. Krakkarnir á Ísafirði skemmta sér væntanlega konunglega í dag.vísir/Einar Vísir heyrði einnig í Hörpu Maríu Grétarsdóttur frá Ísafirði en sonur hennar Emil Berg Tómasson var einstaklega spenntur fyrir deginum í dag því hann á einmitt sex ára afmæli og byrjaði daginn á að skottast í Sonic-búninginn sinn og fá sér bollu í morgunmat. Afmælisbarnið Emil Berg vaknaði snemma og skellti sér í Sonic-búninginn í tilefni dagsins! Til hamingju með sex ára afmælið Emil!Aðsend Í fimm ára-náminu hans á leikskólanum Tanga á Ísafirði fara börnin svo í búninga sem þau hafa búið til sjálf og dansa og syngja. Eftir leikskóla ætlar Emil að fara aftur í Sonic-búninginn og fara að maska með stóru systur sinni og eru ísfirsk börn úti að berja að dyrum fram eftir kvöldi og koma venjulega heim með fulla bakpoka af sælgæti. Bolludagurinn Á bolludaginn hér áður fyrr stóð valið á milli þess að fá sér gerbollu eða einfalda vatnsdeigsbollu með súkkulaði, sultu og rjóma. Nú keppast allir við að gera framandi bollur með ýmsu sniði. Vegan bollur, ketó bollur, sykurlausar bollur, glútenlausar bollur, karamellu kropps bollur, eggja- og mjólkurlausar bollur. Gamlar uppskriftir með nýju tvisti, í nýjum litum með allskyns skrauti, sælgæti og ferskum ávöxtum og toppað með bragðbættum rjóma í öllum regnbogans litum. Að sjálfsögðu fékk Emil Berg bollu í morgunmat á sex ára afmælisdaginn enda er bæði Bolludagur og Maskadagur sem ber upp á afmælisdegi Emils Berg þetta árið.Aðsend Bolludagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í meira en hundrað ár en nafnið má finna fyrst á prenti árið 1910. Þar áður var dagurinn oft kallaður flengingardagur. Siðir eins og að ganga um bæinn í grímubúningum og að slá köttinn úr tunnunni koma frá Danmörku og hafa þeir siðir hérlendis tekið breytingum í aldanna rás. Leikskólabörn landsins búa enn til bolluvendi og flengja fólk allan liðlangan daginn og þurfa svo að borða eina bollu fyrir hverja flengingu sem þau ná þann daginn. Sprengidagur – Saltkjöt og baunir – túkall! Sprengidagur eða sprengikvöld felur í sér mikilfenglega átveislu, baunasúpugerð með kartöflum og saltkjöti. Dagurinn er Íslendingum að góðu kunnugur en þó má ávallt minna á að vera meðvituð um saltneysluna sem réttinum fylgir og mikilvægi þess að drekka nóg vatn. Öskudagurinn Öskudagshefðin hefur verið hvað sterkust á Norðurlandi þar sem frí er í skólum, börnin vakna eldsnemma og fara í búning og fara í öskudagsliðum og heimsækja fyrirtæki og verslanir bæjarins þar sem þau syngja sér inn sælgæti. Þá er dagskrá fyrir börnin á Glerártorgi frá klukkan tíu þar sem hægt er að syngja og fá gott í poka. Stemmningin hefur verið góð á Glerártorgi í gegnum árin.Glerártorg Í ár tekur Leikfélag Menntaskólans á Akureyri á móti börnunum á Glerártorgi og hlusta á söng og gefa börnunum sælgæti. Þau verða einnig með atriði úr sýningunni Galdrakarlinn í Oz sem verður frumsýndur í Hofi þann 14. mars. Þá lýkur deginum á því að kötturinn verður sleginn úr tunnunni eins og gert hefur verið í tugi ára. Börnin fara svo heim klyfjuð af sælgæti í haldapokum sem ætti að duga börnunum langt fram að hausti. Borgarbörn í Reykjavík hafa ekki kynnst þessum sið líkt og börnin fyrir norðan þó einhverjar verslanir taki þátt og er frekari áhersla á að halda daginn hátíðlega í skólum og leikskólum. Sinn er siður í landshluta hverjum en eitt er þó víst að börnin fara glöð inn í vikuna enda spennan víða mikil. Öskudagur Bolludagur Sprengidagur Menning Ísafjarðarbær Bolungarvík Akureyri Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Í sjöundu viku fyrir páska eru þrír hátíðisdagar sem eiga sérstakan stað í þjóðarsálinni hér á landi en þó eru siðirnir sem þessum dögum fylgja misjafnir eftir landshlutum. Á mánudeginum er bolludagurinn þar sem flestir landsmenn reyna að innbyrða sem mest af bollum. Á þriðjudeginum tekur svo við sprengidagur þar sem saltkjöt og baunir vermir diskinn og á miðvikudeginum er svo öskudagur. Maskadagurinn Hinsvegar er hefðin á Ísafirði, Bolungarvík og nágrenni sú að á bolludegi er einnig haldinn hátíðlegur svokallaður maskadagur. Ólöf Anna Benediktsdóttir skólaritari Grunnskólans á Ísafirði sagði í stuttu viðtali við Vísi að þá fari börnin í búning og svo er haldið maskaball í grunnskólum og leikskólum fyrir vestan. Þegar myrkrið skellur svo á fara börnin að „maska“ en þá ganga börn í hús og banka upp á hjá fólki í bænum sem gefur þeim sælgæti, ekki ósvipað amerísku hefðinni á hrekkjavökunni sem er heldur betur að festa sig í sessi hér á landi. Um Maskadag Maskadagurinn er haldinn á Ísafirði, Bolungarvík og nágrenni. Uppruna hans má rekja aftur til síðari hluta 19. aldar líkt og bolludaginn og hefur hann haldist síðan. Upp úr 1940 var farið að halda grímudansleiki og krakkar eignuðust daginn en upphaflega tóku fullorðnir líka þátt í leiknum og hefur þessi siður haldist síðan. Ólíkt þeim söng sem tíðkast á öskudaginn var líka sú hefð áður fyrr að leika stutt leikrit og átti þá sá sem verið var að betla af að geta sér til um hverjir það væru sem földu sig bakvið grímur og búninga. Sá siður hefur þó lagst af og grímubúningar og söngur eins og á öskudeginum tekið alfarið við. Lengst af var bara gengið í hús en í seinni tíð hafa krakkar farið að fara í verslanir og fyrirtæki fyrri part dags líkt og tíðkast á öskudaginni en á kvöldin er gengið í heimahús. Sökum þessa fá krakkarnir frí á sprengidag en ekki á öskudag líkt og þekkist annars staðar á landinu. Fyrir vestan er Öskudagurinn ekki haldinn hátíðlegur nema að því leyti að einhverjir sækja í gömlu hefðina að hengja öskupoka á aðra. En búningarnir verða eftir heima því fyrir vestan er maskadagurinn á bolludaginn sá dagur sem börnin fara í búning og syngja fyrir sælgætinu. Krakkarnir á Ísafirði skemmta sér væntanlega konunglega í dag.vísir/Einar Vísir heyrði einnig í Hörpu Maríu Grétarsdóttur frá Ísafirði en sonur hennar Emil Berg Tómasson var einstaklega spenntur fyrir deginum í dag því hann á einmitt sex ára afmæli og byrjaði daginn á að skottast í Sonic-búninginn sinn og fá sér bollu í morgunmat. Afmælisbarnið Emil Berg vaknaði snemma og skellti sér í Sonic-búninginn í tilefni dagsins! Til hamingju með sex ára afmælið Emil!Aðsend Í fimm ára-náminu hans á leikskólanum Tanga á Ísafirði fara börnin svo í búninga sem þau hafa búið til sjálf og dansa og syngja. Eftir leikskóla ætlar Emil að fara aftur í Sonic-búninginn og fara að maska með stóru systur sinni og eru ísfirsk börn úti að berja að dyrum fram eftir kvöldi og koma venjulega heim með fulla bakpoka af sælgæti. Bolludagurinn Á bolludaginn hér áður fyrr stóð valið á milli þess að fá sér gerbollu eða einfalda vatnsdeigsbollu með súkkulaði, sultu og rjóma. Nú keppast allir við að gera framandi bollur með ýmsu sniði. Vegan bollur, ketó bollur, sykurlausar bollur, glútenlausar bollur, karamellu kropps bollur, eggja- og mjólkurlausar bollur. Gamlar uppskriftir með nýju tvisti, í nýjum litum með allskyns skrauti, sælgæti og ferskum ávöxtum og toppað með bragðbættum rjóma í öllum regnbogans litum. Að sjálfsögðu fékk Emil Berg bollu í morgunmat á sex ára afmælisdaginn enda er bæði Bolludagur og Maskadagur sem ber upp á afmælisdegi Emils Berg þetta árið.Aðsend Bolludagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í meira en hundrað ár en nafnið má finna fyrst á prenti árið 1910. Þar áður var dagurinn oft kallaður flengingardagur. Siðir eins og að ganga um bæinn í grímubúningum og að slá köttinn úr tunnunni koma frá Danmörku og hafa þeir siðir hérlendis tekið breytingum í aldanna rás. Leikskólabörn landsins búa enn til bolluvendi og flengja fólk allan liðlangan daginn og þurfa svo að borða eina bollu fyrir hverja flengingu sem þau ná þann daginn. Sprengidagur – Saltkjöt og baunir – túkall! Sprengidagur eða sprengikvöld felur í sér mikilfenglega átveislu, baunasúpugerð með kartöflum og saltkjöti. Dagurinn er Íslendingum að góðu kunnugur en þó má ávallt minna á að vera meðvituð um saltneysluna sem réttinum fylgir og mikilvægi þess að drekka nóg vatn. Öskudagurinn Öskudagshefðin hefur verið hvað sterkust á Norðurlandi þar sem frí er í skólum, börnin vakna eldsnemma og fara í búning og fara í öskudagsliðum og heimsækja fyrirtæki og verslanir bæjarins þar sem þau syngja sér inn sælgæti. Þá er dagskrá fyrir börnin á Glerártorgi frá klukkan tíu þar sem hægt er að syngja og fá gott í poka. Stemmningin hefur verið góð á Glerártorgi í gegnum árin.Glerártorg Í ár tekur Leikfélag Menntaskólans á Akureyri á móti börnunum á Glerártorgi og hlusta á söng og gefa börnunum sælgæti. Þau verða einnig með atriði úr sýningunni Galdrakarlinn í Oz sem verður frumsýndur í Hofi þann 14. mars. Þá lýkur deginum á því að kötturinn verður sleginn úr tunnunni eins og gert hefur verið í tugi ára. Börnin fara svo heim klyfjuð af sælgæti í haldapokum sem ætti að duga börnunum langt fram að hausti. Borgarbörn í Reykjavík hafa ekki kynnst þessum sið líkt og börnin fyrir norðan þó einhverjar verslanir taki þátt og er frekari áhersla á að halda daginn hátíðlega í skólum og leikskólum. Sinn er siður í landshluta hverjum en eitt er þó víst að börnin fara glöð inn í vikuna enda spennan víða mikil.
Um Maskadag Maskadagurinn er haldinn á Ísafirði, Bolungarvík og nágrenni. Uppruna hans má rekja aftur til síðari hluta 19. aldar líkt og bolludaginn og hefur hann haldist síðan. Upp úr 1940 var farið að halda grímudansleiki og krakkar eignuðust daginn en upphaflega tóku fullorðnir líka þátt í leiknum og hefur þessi siður haldist síðan. Ólíkt þeim söng sem tíðkast á öskudaginn var líka sú hefð áður fyrr að leika stutt leikrit og átti þá sá sem verið var að betla af að geta sér til um hverjir það væru sem földu sig bakvið grímur og búninga. Sá siður hefur þó lagst af og grímubúningar og söngur eins og á öskudeginum tekið alfarið við. Lengst af var bara gengið í hús en í seinni tíð hafa krakkar farið að fara í verslanir og fyrirtæki fyrri part dags líkt og tíðkast á öskudaginni en á kvöldin er gengið í heimahús. Sökum þessa fá krakkarnir frí á sprengidag en ekki á öskudag líkt og þekkist annars staðar á landinu.
Öskudagur Bolludagur Sprengidagur Menning Ísafjarðarbær Bolungarvík Akureyri Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira