Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 07:30 Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun