Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 14:06 Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra. HSÍ Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta. Nýliðinn heitir Ísak Steinsson og er markvörður Drammen í Noregi, þar sem hann hefur búið mestalla sína ævi. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og valdi þau fram yfir Noreg. Snorri tók fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði beðið lengur en ella með að velja landsliðshópinn núna vegna meiðsla hjá leikmönnum. Hópurinn sem Snorri Steinn valdi til að mæta Grikkjum. Búast má við að það bætist leikmenn við þennan hóp.Vísir/Sigurjón Fjölda sterkra leikmanna vantar í hópinn en Snorri sagði að búast mætti við að það bætist leikmenn við 16 manna hópinn sem hann kynnti í dag. Í hópnum eru Andri Rúnarsson og hægri skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Kristján Örn Kristjánsson, auk Ísaks, sem ekki voru á HM í janúar. Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur átt við meiðsli að stríða, líkt og Ómar Ingi Magnússon. Elvar Örn Jónsson var einnig að meiðast og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að komast af stað aftur eftir meiðsli. Viggó Kristjánsson er einnig meiddur sem og Teitur Örn Einarsson, svo að þrjár af helstu hægri skyttum liðsins eru úr leik vegna meiðsla. Sveinn Jóhannsson og Bjarki Már Elísson, sem báðir voru í HM-hópnum, eru einnig ekki með núna en báðir meiddust á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum að þessu sinni en þeir Viktor Gísli eru enn bestu markverðir Íslands að sögn Snorra. Ísland er á góðri leið í átt að sínu fjórtánda Evrópumóti í röð eftir að hafa unnið Bosníu og Georgíu í nóvember. Nú taka við tveir leikir við Grikkland, 12. mars í Kalkida á eyjunni Evia og svo 15. mars í Laugardalshöll, áður en undankeppninni lýkur svo með tveimur leikjum í maí. Ísland er efst í sínum riðli með fjögur stig, Grikkland og Bosnía eru með tvö og Georgía án stiga. Efstu tvö liðin fara á EM og liðið í 3. sæti gæti einnig komist þangað. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Nýliðinn heitir Ísak Steinsson og er markvörður Drammen í Noregi, þar sem hann hefur búið mestalla sína ævi. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og valdi þau fram yfir Noreg. Snorri tók fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði beðið lengur en ella með að velja landsliðshópinn núna vegna meiðsla hjá leikmönnum. Hópurinn sem Snorri Steinn valdi til að mæta Grikkjum. Búast má við að það bætist leikmenn við þennan hóp.Vísir/Sigurjón Fjölda sterkra leikmanna vantar í hópinn en Snorri sagði að búast mætti við að það bætist leikmenn við 16 manna hópinn sem hann kynnti í dag. Í hópnum eru Andri Rúnarsson og hægri skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Kristján Örn Kristjánsson, auk Ísaks, sem ekki voru á HM í janúar. Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur átt við meiðsli að stríða, líkt og Ómar Ingi Magnússon. Elvar Örn Jónsson var einnig að meiðast og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að komast af stað aftur eftir meiðsli. Viggó Kristjánsson er einnig meiddur sem og Teitur Örn Einarsson, svo að þrjár af helstu hægri skyttum liðsins eru úr leik vegna meiðsla. Sveinn Jóhannsson og Bjarki Már Elísson, sem báðir voru í HM-hópnum, eru einnig ekki með núna en báðir meiddust á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum að þessu sinni en þeir Viktor Gísli eru enn bestu markverðir Íslands að sögn Snorra. Ísland er á góðri leið í átt að sínu fjórtánda Evrópumóti í röð eftir að hafa unnið Bosníu og Georgíu í nóvember. Nú taka við tveir leikir við Grikkland, 12. mars í Kalkida á eyjunni Evia og svo 15. mars í Laugardalshöll, áður en undankeppninni lýkur svo með tveimur leikjum í maí. Ísland er efst í sínum riðli með fjögur stig, Grikkland og Bosnía eru með tvö og Georgía án stiga. Efstu tvö liðin fara á EM og liðið í 3. sæti gæti einnig komist þangað.
Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira