Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. mars 2025 10:27 Ristil- og endaþarmskrabbamein telja um tíu prósent af öllum krabbameinum sem greinast á Íslandi. Einn af hverjum 20 greinist með meinið. Stöð 2 Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið. „Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“ Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
„Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“
Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira