Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2025 08:12 Hólatindur er erfiður uppgöngu. Frá aðferðum í nótt. Landsbjörg Björgunarsveitir á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út eftir boð bárust frá manni sem hafði lent í ógöngum á Hólmatindi um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að seint í gærkvöldi hafi björgunarsveitarmenn við æfingar orðið varir við ljós ofarlega í Hólmatindi, sem er fjall milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. „Björgunarsveitarfólk sem var að fara á æfingu varð vart við þetta og var þar á ferðinni einn maður sem að hafði ákveðið að bregða sér í fjallgöngu og var kominn í ógöngur. Úr varð nokkur aðgerð að koma aðstoð til hans,“ segir Jón Þór. Hann segir að manninum hafi verið orðið mjög kalt og þá hafi verið notast við dróna til að koma skilaboðum til mannsins sem var í um fimm hundruð metra hæð. Dróninn búinn til notkunar. Landsbjörg Það voru kallaðar út björgunarsveitir bæði frá Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað og var göngufólk sem lagði á Hólmatind áleiðis til landsins. Komið var að manninum um klukkan hálf tvö í nótt. „Hólmatindur er ófrýnilegur, brattur og klettóttur og ekki auðvelt að ganga á hann. Björgunarsveitarfólk komst að lokum til hans, en jafnframt hafði þyrla Gæslunnar verið kölluð til. Hún kom eftir að hafa tekið eldsneyti á Höfn í nótt og náði að hífa manninn upp og niður og fór svo aftur í fjallið og sótti gönguhópana sem þar voru og höfðu verið hjá manninum þar til aðstoð þyrlu barst.“ Jón Þór segir að alls hafi tveir hópar björgunarsveitarmanna farið að manninum, alls níu manns. Þeir hafi fylgt manninum að grasbala þar sem þyrlan gat lent. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um hafi verið að ræða erlendan sjómann sem hafi verið nýkominn með skipi sínu til hafnar og ekki áttað sig á aðstæðum. Myndir úr dróna í nótt. Sitt hvoru megin við manninn má sjá dökka díla í sömu hæð, sem eru björgunarmenn að nálgast hann.Landsbjörg Foktjón á Ólafsfirði Jón Þór segir að annars hafi nóttin gengið nokkuð vel. „Núna í morgunsárið var svo kallað út á Ólafsfirði vegna foktjóns sem þar var að verða. Annars vegar þak á húsi sem var að losna og hins vegar stór rúða sem hafði sprungið. Björgunarsveitin Tindur fór í það að annars vegar tryggja þakið og loka fyrir rúðuna,“ segir Jón Þór. Björgunarsveitir Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að seint í gærkvöldi hafi björgunarsveitarmenn við æfingar orðið varir við ljós ofarlega í Hólmatindi, sem er fjall milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. „Björgunarsveitarfólk sem var að fara á æfingu varð vart við þetta og var þar á ferðinni einn maður sem að hafði ákveðið að bregða sér í fjallgöngu og var kominn í ógöngur. Úr varð nokkur aðgerð að koma aðstoð til hans,“ segir Jón Þór. Hann segir að manninum hafi verið orðið mjög kalt og þá hafi verið notast við dróna til að koma skilaboðum til mannsins sem var í um fimm hundruð metra hæð. Dróninn búinn til notkunar. Landsbjörg Það voru kallaðar út björgunarsveitir bæði frá Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað og var göngufólk sem lagði á Hólmatind áleiðis til landsins. Komið var að manninum um klukkan hálf tvö í nótt. „Hólmatindur er ófrýnilegur, brattur og klettóttur og ekki auðvelt að ganga á hann. Björgunarsveitarfólk komst að lokum til hans, en jafnframt hafði þyrla Gæslunnar verið kölluð til. Hún kom eftir að hafa tekið eldsneyti á Höfn í nótt og náði að hífa manninn upp og niður og fór svo aftur í fjallið og sótti gönguhópana sem þar voru og höfðu verið hjá manninum þar til aðstoð þyrlu barst.“ Jón Þór segir að alls hafi tveir hópar björgunarsveitarmanna farið að manninum, alls níu manns. Þeir hafi fylgt manninum að grasbala þar sem þyrlan gat lent. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um hafi verið að ræða erlendan sjómann sem hafi verið nýkominn með skipi sínu til hafnar og ekki áttað sig á aðstæðum. Myndir úr dróna í nótt. Sitt hvoru megin við manninn má sjá dökka díla í sömu hæð, sem eru björgunarmenn að nálgast hann.Landsbjörg Foktjón á Ólafsfirði Jón Þór segir að annars hafi nóttin gengið nokkuð vel. „Núna í morgunsárið var svo kallað út á Ólafsfirði vegna foktjóns sem þar var að verða. Annars vegar þak á húsi sem var að losna og hins vegar stór rúða sem hafði sprungið. Björgunarsveitin Tindur fór í það að annars vegar tryggja þakið og loka fyrir rúðuna,“ segir Jón Þór.
Björgunarsveitir Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28
Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent