„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. mars 2025 17:41 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, bregst við skrifum Dagnýja Hængsdóttur Köhler, ömmu drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á Menningarnótt. Sigurjón/aðsend Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur. Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu, tjáði sig um málið voðalega Í aðsendri grein á Vísi í gær. Í greininni gagnrýndi hún það kerfi sem er við lýði hér á landi þegar það kemur að því að grípa börn með áföll og sagði barnavernd hafa gripið of vægt inn í mál dóttursonar síns sem hafi búið við bagalegar uppeldisaðstöður. Þurfi að grípa fyrr inn í Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, tekur undir skrif Dagnýjar og segir mikilvægt að grípa börn sem hafa orðið fyrir áföllum. „Mig langar að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru mína dýpstu samúð en já ég er sammála því að það þurfi að grípa mun fyrr inn. Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa og úrræði fyrir börn í vanda hafa ekki verið nægilega góð og það er eitthvað sem við þurfum að fara bæta. Við erum að vinna í þessum málum og þetta er það sem er í forgangi hjá mér sem barnamálaráðherra og hjá þessari ríkisstjórn það er farsæld barna.“ Ásthildur tekur jafnframt fram að það þurfi að grípa fyrr inn í og stytta biðlista til að minnka líkurnar á því að harmleikir sem þessir eigi sér stað. „Ég held að það þurfi að styrkja barnavernd og þau úrræði sem þau hafa til að grípa inn í, virkilega mikið. Börn þurfa að vera í forgangi og það þarf að grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Skortur á fjölbreytni í úrræðum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að óháð þessu umrædda máli séu allt of fá úrræði til staðar fyrir börn í miklum vanda. Of mörg mál komi upp á ári hverju. „Við höfum líka verið að fylgjast með því reglubundið, þessari miklu bið eftir þjónustu. Bið fyrir börn á öllum aldri alveg lítil börn og það er bið eftir þjónustu sem er nauðsynleg og þessi bið kemur í veg fyrr að það se hægt að grípa í vandann þegar hann kemur upp.“ Mikilvægt sé að grípa inn í hjá börnum áður en vandinn vex um of. Hún tekur fram að ekki sé hægt að setja öll börn undir sama hatt í kerfinu. „Ég held að það þurfi að huga að margvíslegum hópi barna með fjölbreyttan vanda og það þarf fjölbreytt úrræði og það kannski skortir stundum fjölbreytni í úrræðum, að þú getir fengið þá sérhæfingu sem þau þurfa.“ Styðja þurfi enn frekar við barnaverndarþjónustu um allt land og setja börn í forgang. Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Sjá meira
Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu, tjáði sig um málið voðalega Í aðsendri grein á Vísi í gær. Í greininni gagnrýndi hún það kerfi sem er við lýði hér á landi þegar það kemur að því að grípa börn með áföll og sagði barnavernd hafa gripið of vægt inn í mál dóttursonar síns sem hafi búið við bagalegar uppeldisaðstöður. Þurfi að grípa fyrr inn í Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, tekur undir skrif Dagnýjar og segir mikilvægt að grípa börn sem hafa orðið fyrir áföllum. „Mig langar að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru mína dýpstu samúð en já ég er sammála því að það þurfi að grípa mun fyrr inn. Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa og úrræði fyrir börn í vanda hafa ekki verið nægilega góð og það er eitthvað sem við þurfum að fara bæta. Við erum að vinna í þessum málum og þetta er það sem er í forgangi hjá mér sem barnamálaráðherra og hjá þessari ríkisstjórn það er farsæld barna.“ Ásthildur tekur jafnframt fram að það þurfi að grípa fyrr inn í og stytta biðlista til að minnka líkurnar á því að harmleikir sem þessir eigi sér stað. „Ég held að það þurfi að styrkja barnavernd og þau úrræði sem þau hafa til að grípa inn í, virkilega mikið. Börn þurfa að vera í forgangi og það þarf að grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Skortur á fjölbreytni í úrræðum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að óháð þessu umrædda máli séu allt of fá úrræði til staðar fyrir börn í miklum vanda. Of mörg mál komi upp á ári hverju. „Við höfum líka verið að fylgjast með því reglubundið, þessari miklu bið eftir þjónustu. Bið fyrir börn á öllum aldri alveg lítil börn og það er bið eftir þjónustu sem er nauðsynleg og þessi bið kemur í veg fyrr að það se hægt að grípa í vandann þegar hann kemur upp.“ Mikilvægt sé að grípa inn í hjá börnum áður en vandinn vex um of. Hún tekur fram að ekki sé hægt að setja öll börn undir sama hatt í kerfinu. „Ég held að það þurfi að huga að margvíslegum hópi barna með fjölbreyttan vanda og það þarf fjölbreytt úrræði og það kannski skortir stundum fjölbreytni í úrræðum, að þú getir fengið þá sérhæfingu sem þau þurfa.“ Styðja þurfi enn frekar við barnaverndarþjónustu um allt land og setja börn í forgang.
Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Sjá meira